13 okt 2024 !

Sunnudagurinn 13 okt.var heldur betur viðburðaríkur.

En við byrjuðum daginn eldsnemma í Hlýðniprófi í Ölfusinu þar sem tveir Forynju hundar voru skráðir.
Forynju Ivan Jr. (Kappi) var skráður í Hlýðni Brons ásamt eiganda sínum Fannari og voru þeir félagar að þeyta frumraun sína í Hlýðniprófi og áttu þeir frábært próf þrátt fyrir að hafa fengið núll í einni æfingu þá náðu þeir félagar heilum 129 stigum af 180 mögulegum!
Forynju Ísköld Áminning (Minning) sem varð 10 mánaða deginum áður tók þátt í Hlýðni I og landaði 1. sætinu af 5 skráðum hundum og náði 1.einkunn með 175,5 stigum af 200 mögulegum. Hefur Minning hér með lokið öllum kröfunum til að geta keppt í Vinnuhundaflokki á sýningum nema að vera orðin nógu gömul, en lágmarks aldur til að geta keppt í vinnuhundaflokki er 15 mánaða.
Stuttu áður en Minning fór inn í prófið fengum við skilaboð um að RW-23 Forynju Grace væri alveg að byrja að gjóta ! Þannig að prófinu var rumpað af í flýti og brunað að fara að taka á móti hvolpum.
En það komu í heiminn 7 gullfallegir hvolpar 4 tíkur og 3 rakkar, Grace sér ekki sólina fyrir hvolpunum sínum og heilsast öllum vel ❤️

Haustsýning HRFÍ 🍁

Helgina 28-29 september var haldin alþjóðlegsýning á vegum HRFÍ. Að sjálfsögðu mættum við með góðan hóp af hundum á sýningunni og gekk okkur vel að vanda.
  Hápunktar dagsins voru klárlega að ISCh ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló varð enn og aftur besta tík tegundar, Forynju Freyja varð þriðja besta tík tegundar og ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen varð fjórða besta tík tegundar.  Litli Prinsinn okkar hann Rustøl’s Zaiko vann ungliðaflokkinn og fékk sitt fyrsta íslenska- og alþjóðlega ungliðameistarastig, varð besti ungliði tegundar og síðar  besti ungliði í tegundar hóp 1.
 Ræktunarhópurinn okkar sem saman stóð af ISCh Ob-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn -ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - Forynju Ísbjörn - ISCh ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló varð besti ræktunarhópur tegundar og síðar um daginn varð hópurinn okkar BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR !

Eftir þessa skemmtilegu sýningu þá er Forynju ræktun komin í 4.sæti á lista um stigahæstu ræktendur ársins hjá HRFÍ  og hún Glósí okkar er orðin stigahæsti hundur Schaferdeildarinnar og aðeins ein sýning eftir.

Tvöfalt hlýðnipróf á Akureyri

Eins og fyrri ár fórum við frá Forynju ræktun með nokkra hunda í árlega hlýðniprófið á Akureyri. Litlu hvolparnir okkar Minning og Bjössi stóðu sig ekkert smá vel aðeins rúmlega 9 mánaða gömul. Forynju Ísbjörn var í Hlýðni Brons og náði glæsilegri einkunn og fyrsta sæti báða dagana og fékk Bronsmerki HRFÍ. Systir hans hún Forynju Ísköld Áminning var á sínu fyrsta lóðaríi og því ekki í essinu sínu, við vorum samt ótrúlega stolt af árangrinum hennar og náði hún 2. einkunn (samt bara einu og hálfu stigi frá 1.einkunn) og fyrsta sæti í Hlýðni I hvorn daginn fyrir sig og Silfurmerki HRFÍ.
ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín mættu galvaskar í Hlýðni II og rúlluðu því upp með stæl, en þær hlutu fyrstu einkunn báða dagana og hlaut Gló gullmerki HRFÍ. Gló er einnig stigahæsti hundurinn í Hlýðni II það sem af er þessu ári eftir helgina.

Stjarna helgarinnar var svo Vesen okkar, en var hún fyrsti hundur landsins til þess að taka þátt í Hlýðni Elite. Fyrri daginn vorum við aðeins að hita upp, en þá náði hún 3. einkunn og fyrsta sæti. Seinni daginn var Vesen alveg dottin í gír, en eftir frábært próf hlaut hún fyrstu einkunn og fyrsta sæti.

Það er alltaf jafn gaman að kíkja norður í smá frí og taka þátt í prófi í góðra vina hópi.

Dómari: Albert Steingrímsson

Prófstjórar: Brynja Vignisdóttir og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Ritarar: Aníta Stefánsdóttir og Anna Stefánsdóttir


Einkunnir Laugardagur 21.09.24

Brons

Í fyrsta sæti með 148,5 stig og Bronsmerki Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir

Hlýðni I

Í fyrsta sæti með 158,5 stig og aðra einkunn Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir og Silfurmerki HRFÍ

Hlýðni II

Í öðru sæti með 167,5 stig, 1 einkunn og gullmerki  ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hlýðni Elite

Í fyrsta sæti með 219,5 stig og 3 einkunn  ISObCh ISETrCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir

Einkunnir Sunnudagur 22.09.24

Brons

Í fyrsta sæti með 164 stig Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir

Hlýðni I

Í fyrsta sæti með 153 stig og aðra einkunn Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir

Hlýðni II

Í fyrsta sæti með 185,5 stig og 1 einkunn  ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hlýðni Elite

Í fyrsta sæti með 258,5 stig og 1 einkunn  ISObCh ISETrCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir

Forynju J-Got væntanlegt

Forynju ræktun kynnir með stolti staðfest væntanlegt got um miðjan október undan glæsi hundunum IGP1 KkL1 BH AD CK’s Team Joker og RW-23 Forynju Grace.

Joker hefur lokið öllum vinnuprófum hlýðni, spor og bitvinnu og þýskum ræktunardómi og skapgerðarmati erlendis. Hann er undan einum þekktasta schafer hundi veraldar 2xVA1 Willy vom Kukucksland og mamma hans V6 Serap vom Rumbachtahl hlaut m.a þau frábæru verðlaun “besta bitvinnan” á siegershow. Ásamt því er Joker okkar einn geð besti rakki sem við höfum kynnst og hefur gefið af sér heilbrigð og yndisleg afkvæmi.

RW-23 Forynju Grace er gullfalleg tík undan meisturunum Pablo og Ösku. Grace er einstaklega dökk á litinn og með framúrskarandi góðar hreyfingar. Henni hefur gengið einstaklega vel á sýningum, en hún hóf ferilinn sinn á því að verða besti hvolpur sýningar á deildarsyningu schaferdeildarinnar árið 2022 í stærsta hvolpaflokki fyrr og síðar hjá tegundinni. Hún hefur einnig orðið besti ungliði tegundar, sigrað ungliða tegundarhóp 1, orðið besta tík tegundar, fengið 2 íslenskt meistarastig á sýningum og er Reykjavík Winner árið 2023.

Erum við virkilega spennt fyrir þessu goti, enda verið að leiða hér saman top hunda með blóðlínur af hæsta gæðaflokki. Hvolparnir munu afhendast um miðjan desember ættbókarfærðir hja HRFÍ, bólusettir, örmerktur, skráðir í dýraauðkenni og með hvolpapakka frá Eukanuba. Áhugasamir hafið samband á forynju@gmail.com

Sporapróf 29. ágúst 🐾

Við áttum frábæra fulltrúa í sporaprófinu sem var haldið fimmtudaginn 29. ágúst. Dómari var Albert Steingrímsson.

“Hvolparnir” okkar Minning og Bjössi þreyttu bæði frumraun sína í spori I aðeins 8.5 mánaða gömul og stóra systir þeirra hún Gló þreytti frumraun sína í Spori II og öll fengu þau 1.einkunn ❣️

Niðurstöður voru eftir farandi:

Spor I
1.sæti - Forynju Ísköld Áminning og Hildur S. Pálsdóttir m. 94 stig og 1.einkunn 🥇
2.sæti - Forynju Ísbjörn og Hildur Kristín Þorvarðardóttir m. 92 stig og 1.einkunn 🥈

Spor II
1.sæti - ISJCH ISCH ISJW22 OB-I ISW23 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir m. 94 stig og 1.einkunn 🥇

Þökkum @doggo.is_ og @petmark.is fyrir stuðninginn 🫶

Ágústsýning HRFÍ

 Forynju hundarnir áttu góðu gengi að fagna á tvöfaldri útisýningu HRFÍ þetta árið. Á laugardeginum áttum við hvorki meira né minna en Besta ungliða tegundar bæði í síðhærðum og snögghærðum schâfer, besta hvolp tegundar af báðum kynjum í snögghærðum, bestu tík tegundar 1-4 sæti, besta hund tegundar og besta ræktunarhóp tegundar. Gætum við ekki verið ánægðari með frábæra fólkið okkar og fallegu hundana okkar.

Á laugardeginum byrjaði dagurinn vel, en Forynju Ivan Jr.  Varð besti ungliði tegundar í síðhærðum schäfer og varð 3. besti rakki tegundar.

Nýjasta viðbótin í Forynju ræktun hann Rustøl’s Zaiko varð besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni og Forynju Ísköld Áminning besti hvolpur tegundar.

ISJW22 Forynju Gizmo vann opna flokkinn og endaði sem 2. besti rakki tegundar og hlaut sitt fyrsta Íslenska meistarastig og fyrsta Norðurlanda meistarastig. ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn vann meistaraflokkinn og varð 3. besti rakki tegundar.

ISJCh Forynju Indæla Píla vann ungliðaflokk tíka og kláraði ungliða meistaratitilinn með stæl. Hún varð svo í 3. sæti í tegundarhópi ungliða. Drottningin okkar hún ISCH ISJCH ISW23 ISJW22 OB-I Forynju Gló toppaði daginn sem besti hundur tegundar með sitt 2. Norðurlanda meistarastig. Hún endaði svo í 4. sæti í tegundarhópi 1. 2. Besta tík tegundar með sitt annað íslenska meistarastig varð systir hennar RW-23 Forynju Grace, nú vantar hana bara 1. meistarastig til þess að klára meistaratitilinn sinn. 3. besta tík tegundar varð Forynju Frekja og 4. besta tík tegundar var mamma hennar hún Forynju Bría. Glæsilegur árangur Forynju tíkanna okkar.

Við áttum svo með glæsilega hópnum okkar Besta ræktunarhóp tegundar.

 

Á sunnudeginum endurtók loðdýrið hann Kappi - Forynju Ivan Jr. leikinn og varð aftur besti ungliði tegundar og kláraði ungliða titilinn sinn ISJCh. Hann bætti svo um betur og varð í 4. Sæti í ungliða tegundarhópi 1.

Litlu Vesenarbörnin Forynju Ísbjörn og Forynju Ísköld Áminning urðu bestu hvolpar tegundar. Bjössi okkar varð svo 4. besti hvolpur sýningar. Framtíðin er björt með þessar litlu stjörnur okkar !

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett okkar burstaði af sér rykið og mætti á sýningu um helgina, en á sunnudeginum varð hann 3. besti rakki tegundar.

Aftur vann Gló okkar meistaraflokkinn og endaði svo sem 2. besta tík tegundar og ræktunarhópurinn okkar varð einnig aftur besti ræktunarhópur tegundar.

 

Helstu úrslit fóru svona:

 

Laugardagur

 

ISJCh Forynju Ivan jr. - exc, 1. sæti ungliðafl. ck, 3. besti rakki tegundar, íslenskt ungliða meistarastig, norðurlanda ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar

 

ISJCh Forynju Innbrotsþjófur - exc, 2. sæti ungliða fl.

Forynju Innipúki - exc, 1. sæti unghundafl. ck

ISJW22 Forynju Gizmo - exc, 1. Sæti opinn fl. Ck, 2. Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Norðurlanda meistarastig

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett - exc, 1. Sæti vinnuhundafl. Ck

ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - exc, 1. sæti meistarafl. Ck, 3. besti rakki tegundar

ISJCh Forynju Indæla Píla - exc, 1. sæti ungliðafl. Ck, íslenskt ungliða meistarastig, norðurlanda ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar, 3. sæti ungl. Tegundarhóp 1

Forynju Iðrun - exc, 1. sæti unghundafl. Ck

Forynju Frekja - exc, 2. sæti opinn fl. Ck, 3. besta tík tegundar

RW-23 Forynju Grace - exc, 1. sæti opinn fl. Ck, 2. besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, vara Norðurlanda meistarastig

Forynju Bría - exc, 1. sæti vinnuhunda fl. Ck, 4. besta tík tegundar

ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - exc, 2. Sæti vinnuhundafl.

Forynju Ára - exc, 3. sæti vinnuhunda fl.

 

Sunnudagur

 

ISJCh Forynju Ivan jr. - exc, 1. sæti ungliðafl. ck, 3. besti rakki tegundar, íslenskt ungliða meistarastig, Alþjóðlegt ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar, 4. sæti ungliða tegundarhópur 1.

 

ISJCh Forynju Innbrotsþjófur - exc, 2. sæti ungliða fl. Ck

Forynju Innipúki - exc, 1. sæti unghundafl. ck

ISJW22 Forynju Gizmo - exc, 2. Sæti opinn fl.

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett - exc, 1. Sæti vinnuhundafl. Ck, 3. Besti rakki tegundar

ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - exc, 3. sæti meistarafl.

ISJCh Forynju Indæla Píla - exc, 3. sæti ungliðafl.

Forynju Iðrun - exc, 1. sæti unghundafl. Ck

Forynju Frekja - exc, 3. sæti opinn fl. Ck

RW-23 Forynju Grace - 4. sæti exc opinn fl.

Forynju Bría - exc, 2. sæti vinnuhunda fl.

ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - exc, 1. Sæti vinnuhundafl.

Forynju Ára - exc, 3. sæti vinnuhunda fl.

Forynju Ísköld Áminning

Við ákváðum að halda eftir glæsilegri tík úr síðasta goti hjá okkur undan meisturunum Vesen og Pablo. Forynju Ísköld Áminning eða Minning eins og hún er kölluð er aldeilis að standast væntingar okkar, en hún er bæði gullfalleg og hrikalega vinnuglöð. Minning byrjaði sýningar ferilinn sinn á því að verða annar besti hvolpur sýningar og á síðustu sýningu HRFÍ varð hún besti hvolpur tegundar og valin úr risa hópi hvolpa áfram í top 6.

En hún er ekki bara útlitið þessi gella, en hún fór nú á dögunum í sitt fyrsta hlýðni próf einungis 6 mánaða gömul. Minning rúllaði því upp eins og hún á ættir til, en hún lauk bronsprófi með 164.5 stig af 180 mögulegum með Bronsmerki HRFÍ og fyrsta sæti. Er hún þar með lang yngsti Schäfer landsins og lang yngsti hundur á Íslandi til þess að ljúka bronsprófi. Við erum vægast sagt ánægð og stolt af litlu Minningu okkar, en hún ætlar svo sannarlega að feta í fótspor móðurleggsins. Hlökkum við mikið til áframhaldandi árangurs með hana Forynju Ísköldu Áminningu !

Spora sumar 🐾

Sumrin eru mikið nýtt í sporaæfingar og sporapróf eru haldin nánast mánaðarlega fram á haustið. Forynjuræktun á oft einhverja fulltrúa í þessum prófum og gekk okkur einstaklega vel núna í júní.

ISSHCh ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló tók þátt í Spor 1 og ISObCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen í Spor Elite og að sjálfsögðu rúlluðu þær systur prófunum upp. 💪
Báðar hlutu þær fyrstu einkun, 90 stig eða hærra og fyrsta sæti í sínum flokkum.🏆🥇
Þar með hefur Gló lokið öllum þeim kröfum sem settar eru fyrir Schäfer hunda fyrir vinnuhundaflokk og er hún því ekki lengur eingöngu sýningar meistari ISShCh heldur ISCh íslenskur meistari. 🫶

Stóra systir hennar hún Vesen okkar gat nú ekki verið minni kona og bætti við betur. En hún hlaut 1.einkunn í Spor Ellite sem er erfiðasta sporapróf sem tekið er hér á landi. 🏆🥇
Eftir þessa fyrstu einkun bætti Vesen enn einum titlinum við sig, ISETrCh eða íslenskur Elite spora meistari. Er hún annar schafer landsins til þess að hljóta þennan titil á eftir mömmu sinni ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Ösku🔥

Spora sumarið okkar fer því feyki vel af stað og hlökkum við til þess að halda áfram að æfa og taka þátt í fleiri prófum🥰

Nýr Íslenskur Ungliðameistari !

Þann 9 júní eignuðumst við hjá Forynju ræktun nýjann Íslenskan Ungliðameistara, en hann Forynju Innbrotsþjófur sem hefur einungis mætt á tvær sýningar hefur unnið ungliða flokkinn í bæði skiptin með excellent og ck !
Hann náði því einnig að verða 2.besti rakki tegundar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig.

Það á eftir að vera gaman að fylgjast með þessum stórglæsilega hundi í framtíðinni !
Óskum eiganda hans innilega til hamingju með frábærann árangur ❤️

BoB Junior
BoS Junior
2. best male
2x Junior CaC
1x Nordic JunCaC
1x CaC
1x Res NordicCaC

ISJCh Forynju Innbrotsþjófur

Deildarsýning Schäferdeildarinnar 2024

Forynjuræktun atti góðu gengi að fagna á ný afstaðinni tvöfaldri deildarsýningu schäferdeildarinnar.

Áttum við besta ungviði sýningar báða dagana, fengum í heildina 5 meistarastig og eignuðumst tvo nýja meistara eftir helgina.

Fyrri daginn var það hinn virti Norski dómari Oddbjørn Winther sem dæmdi og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi heilt yfir verið mjög ánægður með Forynju hundana.

Besta ungviði sýningar varð litli molinn okkar hann Forynju Ísbjörn og systir hans Forynju Ísköld Áminning varð besta ungviði tegundar af gagnstæðu kyni. Framtíðin er björt hjá þessum glæsilegu systkinum !

Fenni okkar, OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn, kom sá og sigraði rakkana og fékk sitt annað meistarastig í leiðinni. Hann Fenni er eins og gott rauðvín og verður bara betri með aldrinum.

Velgengnin hætti ekki þar, en OB-I Forynju Gló mætti í fanta stuði í risa stóran opinn flokk og sigldi þar örugg í fyrsta sæti, varð svo besta tík tegundar með sitt fjórða Íslenska meistarastig og er því orðin MEISTARI !!

Eins og á fyrri deildarsýningu ársins í fyrra voru því Ösku börnin Gló og Fenni BOB og BOS en að þessu sinni var það Fenni okkar sem bar sigur úr bítum.

Áttum við einnig besta ræktunarhóp sýningar í snögghærðum með glæsilega umsögn.

Forynju Efi efaðist aldrei um sjálfan sig í síðhærðu hundunum, en varð hann besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig. Meistarinn Forynju Einstök systir hans skottaðist örugglega í 2. bestu tík tegundar og fékk ræktunarhópurinn okkar frábæra umsögn og heiðursverðlaun


 Á sunnudeginum varð svo aftur Vesenar barn besta ungviði sýningar en að þessu sinni hann Forynju Ískaldur Veruleiki, glæsilegur rakki sem geislaði í hringnum.

Svo hélt Fenni okkar áfram sigurgöngunni, en hann varð aftur besti rakki tegundar undir dómaranum Ullu Hansen frá Danmörku. Hann fékk þá sitt þriðja Íslenska meistarastig og er þar með orðinn Íslenskur meistari ISCh. Við erum svo stolt af þessum glæsilega hundi okkar sem gleður bæði augað og hjartað á hverjum degi.