Forynju J-Got væntanlegt

Forynju ræktun kynnir með stolti staðfest væntanlegt got um miðjan október undan glæsi hundunum IGP1 KkL1 BH AD CK’s Team Joker og RW-23 Forynju Grace.

Joker hefur lokið öllum vinnuprófum hlýðni, spor og bitvinnu og þýskum ræktunardómi og skapgerðarmati erlendis. Hann er undan einum þekktasta schafer hundi veraldar 2xVA1 Willy vom Kukucksland og mamma hans V6 Serap vom Rumbachtahl hlaut m.a þau frábæru verðlaun “besta bitvinnan” á siegershow. Ásamt því er Joker okkar einn geð besti rakki sem við höfum kynnst og hefur gefið af sér heilbrigð og yndisleg afkvæmi.

RW-23 Forynju Grace er gullfalleg tík undan meisturunum Pablo og Ösku. Grace er einstaklega dökk á litinn og með framúrskarandi góðar hreyfingar. Henni hefur gengið einstaklega vel á sýningum, en hún hóf ferilinn sinn á því að verða besti hvolpur sýningar á deildarsyningu schaferdeildarinnar árið 2022 í stærsta hvolpaflokki fyrr og síðar hjá tegundinni. Hún hefur einnig orðið besti ungliði tegundar, sigrað ungliða tegundarhóp 1, orðið besta tík tegundar, fengið 2 íslenskt meistarastig á sýningum og er Reykjavík Winner árið 2023.

Erum við virkilega spennt fyrir þessu goti, enda verið að leiða hér saman top hunda með blóðlínur af hæsta gæðaflokki. Hvolparnir munu afhendast um miðjan desember ættbókarfærðir hja HRFÍ, bólusettir, örmerktur, skráðir í dýraauðkenni og með hvolpapakka frá Eukanuba. Áhugasamir hafið samband á forynju@gmail.com