Eins og fyrri ár fórum við frá Forynju ræktun með nokkra hunda í árlega hlýðniprófið á Akureyri. Litlu hvolparnir okkar Minning og Bjössi stóðu sig ekkert smá vel aðeins rúmlega 9 mánaða gömul. Forynju Ísbjörn var í Hlýðni Brons og náði glæsilegri einkunn og fyrsta sæti báða dagana og fékk Bronsmerki HRFÍ. Systir hans hún Forynju Ísköld Áminning var á sínu fyrsta lóðaríi og því ekki í essinu sínu, við vorum samt ótrúlega stolt af árangrinum hennar og náði hún 2. einkunn (samt bara einu og hálfu stigi frá 1.einkunn) og fyrsta sæti í Hlýðni I hvorn daginn fyrir sig og Silfurmerki HRFÍ.
ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín mættu galvaskar í Hlýðni II og rúlluðu því upp með stæl, en þær hlutu fyrstu einkunn báða dagana og hlaut Gló gullmerki HRFÍ. Gló er einnig stigahæsti hundurinn í Hlýðni II það sem af er þessu ári eftir helgina.
Stjarna helgarinnar var svo Vesen okkar, en var hún fyrsti hundur landsins til þess að taka þátt í Hlýðni Elite. Fyrri daginn vorum við aðeins að hita upp, en þá náði hún 3. einkunn og fyrsta sæti. Seinni daginn var Vesen alveg dottin í gír, en eftir frábært próf hlaut hún fyrstu einkunn og fyrsta sæti.
Það er alltaf jafn gaman að kíkja norður í smá frí og taka þátt í prófi í góðra vina hópi.
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjórar: Brynja Vignisdóttir og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Ritarar: Aníta Stefánsdóttir og Anna Stefánsdóttir
Einkunnir Laugardagur 21.09.24
Brons
Í fyrsta sæti með 148,5 stig og Bronsmerki Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir
Hlýðni I
Í fyrsta sæti með 158,5 stig og aðra einkunn Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir og Silfurmerki HRFÍ
Hlýðni II
Í öðru sæti með 167,5 stig, 1 einkunn og gullmerki ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Hlýðni Elite
Í fyrsta sæti með 219,5 stig og 3 einkunn ISObCh ISETrCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir
Einkunnir Sunnudagur 22.09.24
Brons
Í fyrsta sæti með 164 stig Forynju Ísbjörn og Hildur Sif Pálsdóttir
Hlýðni I
Í fyrsta sæti með 153 stig og aðra einkunn Forynju Ísköld Áminning og Hildur Sif Pálsdóttir
Hlýðni II
Í fyrsta sæti með 185,5 stig og 1 einkunn ISJCH ISSHCH ISCH ISJW22 ISW23 OB-I Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
Hlýðni Elite
Í fyrsta sæti með 258,5 stig og 1 einkunn ISObCh ISETrCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I RL-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir