Helgina 28-29 september var haldin alþjóðlegsýning á vegum HRFÍ. Að sjálfsögðu mættum við með góðan hóp af hundum á sýningunni og gekk okkur vel að vanda.
Hápunktar dagsins voru klárlega að ISCh ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló varð enn og aftur besta tík tegundar, Forynju Freyja varð þriðja besta tík tegundar og ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen varð fjórða besta tík tegundar. Litli Prinsinn okkar hann Rustøl’s Zaiko vann ungliðaflokkinn og fékk sitt fyrsta íslenska- og alþjóðlega ungliðameistarastig, varð besti ungliði tegundar og síðar besti ungliði í tegundar hóp 1.
Ræktunarhópurinn okkar sem saman stóð af ISCh Ob-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn -ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - Forynju Ísbjörn - ISCh ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló varð besti ræktunarhópur tegundar og síðar um daginn varð hópurinn okkar BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR !
Eftir þessa skemmtilegu sýningu þá er Forynju ræktun komin í 4.sæti á lista um stigahæstu ræktendur ársins hjá HRFÍ og hún Glósí okkar er orðin stigahæsti hundur Schaferdeildarinnar og aðeins ein sýning eftir.