13 okt 2024 !

Sunnudagurinn 13 okt.var heldur betur viðburðaríkur.

En við byrjuðum daginn eldsnemma í Hlýðniprófi í Ölfusinu þar sem tveir Forynju hundar voru skráðir.
Forynju Ivan Jr. (Kappi) var skráður í Hlýðni Brons ásamt eiganda sínum Fannari og voru þeir félagar að þeyta frumraun sína í Hlýðniprófi og áttu þeir frábært próf þrátt fyrir að hafa fengið núll í einni æfingu þá náðu þeir félagar heilum 129 stigum af 180 mögulegum!
Forynju Ísköld Áminning (Minning) sem varð 10 mánaða deginum áður tók þátt í Hlýðni I og landaði 1. sætinu af 5 skráðum hundum og náði 1.einkunn með 175,5 stigum af 200 mögulegum. Hefur Minning hér með lokið öllum kröfunum til að geta keppt í Vinnuhundaflokki á sýningum nema að vera orðin nógu gömul, en lágmarks aldur til að geta keppt í vinnuhundaflokki er 15 mánaða.
Stuttu áður en Minning fór inn í prófið fengum við skilaboð um að RW-23 Forynju Grace væri alveg að byrja að gjóta ! Þannig að prófinu var rumpað af í flýti og brunað að fara að taka á móti hvolpum.
En það komu í heiminn 7 gullfallegir hvolpar 4 tíkur og 3 rakkar, Grace sér ekki sólina fyrir hvolpunum sínum og heilsast öllum vel ❤️