Deildarsýning Schäferdeildarinnar árið 2025

Þá er tvöföldu deildarsýningu ársins lokið og má með sanni segja að okkur hafi gengið frábærlega. Við áttum besta hvolp, besta ungliða og besta hund sýningar báða dagana. Allir Forynju hundarnir okkar stóðu sig ótrúlega vel og erum við óendanlega þakklát fyrir frábæru eigendur og sýnendur þessara yndislegu hunda.

Laugardagurinn byrjaði vel en við mættum með 3 æðislega hvolpa sem öll hlutu dóminn sérlega lofandi. Bestu hvolpar tegundar urðu systkinin Forynju Jaki og Játning og endaði Játning okkar sem besti hvolpur sýningar 3-6 mánaða.

ISCh OB-I Forynju Einstök hélt heiðri síðhærðu hundanna okkar uppi og endaði sem önnur besta tík tegundar.

Í snögghærðu hundunum var það litla stórstjarnan okkar hann ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn sem stal senunni, en hann gerði sér lítið fyrir og varð bæði besti ungliði og BESTI HUNDUR SÝNINGAR. Rustøl’s Zaiko okkar varð annar besti rakki tegundar og kláraði ungliða meistaratitilinn sinn. Við erum svo stolt af þessum glæsilegu ungliðum okkar.

OB-I Forynju Ísköld Áminning okkar sigraði ungliðaflokk tíka og kláraði þar ungliðameistaratitilinn ISJCh og endaði svo sem 3. Besta tík tegundar.

Ofur mamman hún ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen okkar kom sá og sigraði og varð besta tík tegundar með sitt annað íslenska meistarastig.

Á sunnudeginum mættu hvolparnir okkar aftur og nú snerist dæmið við. Aftur voru það Jaki og Játning sem urðu bestu hvolpar tegundar, en Jaki kom sá og sigraði sem besti hvolpur sýningar. Ótrúlega efnilegir hvolpar sem eiga framtíðina fyrir sér!

Bjössi okkar endurtók leikinn frá því á laugardeginum og endaði hann aftur sem besti ungliði sýningar, besti rakki tegundar og BESTI HUNDUR SÝNINGAR!!! Hvílík stjarna sem þessi hundur okkar er.

Nú tók litla barnið hún Minning okkar sigurinn af mömmu sinni og endaði sem besta tík tegundar með sitt fyrsta íslenska meistarastig. Það er óhætt að segja að systkinin ISJCH ISJW-24 Forynju Ísbjörn og ISJCh OB-I Forynju Ísköld Áminning séu í sérflokki hvað varðar gæði, hvert sem litið er.

Við vorum meir og ótrúlega stolt af árangri hundanna okkar eftir helgina, en ekki minnst af því að dómararnir höfðu orð á því að Bjössi okkar væri besti ungi hundur á öllum norðurlöndunum í dag. Við göngum sátt frá borði eftir frábæra tvöfalda deildarsýningu og erum strax farin að hlakka til næsta árs.

Fyrsta sýning ársins 2025

 Þá er sýningarárið 2025 hafið og er óhætt að segja að við göngum sátt frá borði eftir fyrstu sýningu ársins.

Dómarinn Eva Liljekvist Borg frá Svíþjóð var mjög ströng og gaf örfáum hundum áframhald. En það voru ungu stjörnurnar okkar Játning og Bjössi sem stálu senunni í þetta skiptið.

Dagurinn byrjaði á hvolpunum okkur úr J-gotinu sem voru að mæta í fyrsta skiptið á sýningu. Voru þau þrjú systkinin sem mættu og fengu þau öll einkunina sérlega lofandi og skemmtilegar umsagnir. Forynju Jaki varð bestur í sínum flokki og endaði á að keppa á móti systur sinni Forynju Játning og bar hún sigur úr bítum að þessu sinni.  Játning endaði síðan daginn á að verða Besti hvolpur sýningar 4-6 mánaða !

ISJW-24 Forynju Ísbjörn mætti inn í ungliðaflokkinn þar sem hann sigraði örugglega og hlaut þar sitt annað ungliðameistarastig og er nú orðinn Íslenskur ungliðameistari ISJCh og þá hlaut hann sitt fyrsta Alþjóðlega ungliðameistarastig.

Sigurganga Bjössa okkar lauk ekki þar, en við tók keppni um besta rakka tegundar þar sem hann hreppti fyrsta sætið og fékk þá sitt fyrsta Íslenska meistarastig. Hann endaði tegundardóminn á því að verða besti hundur tegundar, einungis 14 mánaða gamall.

Bjössi mætti þá í keppnir í tegundarhópi 1, fyrst ungliða þar sem hann sigraði örugglega. Svo mætti hann í feykilega sterkan tegundarhóp 1 þar sem hann aftur sigraði með yfirburðum.

Í keppni um besta ungliða sýningar mætti Bjössi aftur alveg sprækur og spændi upp völlinn. Aftur uppskar stjarnan okkar fyrsta sætið BESTI UNGLIÐI SÝNINGAR, en Schäfer hefur ekki náð þeim árangri siðan árið 2017.

Í lok dags var litli ungliðinn okkar orðinn ansi lúinn, en hann lét ekki deigan síga og sýndi hvað í sér bjó í virkilega sterkum úrslitum um besta hund sýningar. ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn kláraði daginn á því að verða hvorki meira né minna en 4. Besti hundur sýningar.

Við erum enn að svífa um á bleika skýjinu okkar og verðum þar sjálfsagt lengi áfram. Takk allir frábæru eigendur Forynju hundana, vinir okkar og sýnendur. Án ykkar er þetta ekki hálft eins gaman!

ISJW-24 Forynju Ísbjörn

Það er ekki nóg að vera bara sætur heldur þarf maður einnig að vera klár og er hann Bjössi okkar heldur betur allur pakkinn ✨

Fyrsta hlýðnipróf ársins á vegum Vinnuhundadeidldar HRFÍ var haldið síðast liðinn sunnudag þar sem hann Bjössi hélt heldur betur uppi heiðri Forynju ræktunar. Bjössi tók þátt í Hlýðni I og landaði hann 1.sæti af 5 hundum með heil 190,5 stig af 200 mögulegum og Silfurmerki HRFÍ 🎖
Núna vantar honum bara eina 1.einkunn til viðbótar til að geta sótt um OB-I titlinn ❣️

Skemmtileg byrjun á árinu !

.

Væntanlegt got : Forynju K-Got

Eftirvæntingin er í hámarki, en við ákváðum að para stórstjörnuna okkar hana NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló. Ef allt gengur eftir þá eru væntanlegir hvolpar í lok mars undan Gló okkar og nýinnflutta sjarmeranum honum Rustøls Natz.

Gló þarf varla að kynna en þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún náð þeim stórglæsilega árangri að vera orðinn Ungliða-, Íslenskur- og Norðurlanda meistari ásamt því að vera Ísland Junior Winner 22 og Island Winner 23 og 24. Gló hefur orðið 7x besta tík tegundar og þar af 2x besti hundur tegundar og þar af besti hundur á deildarsýningu Schaferdeildarinnar 2023. Hún er stigahæsti hundur Schaferdeildarinnar 2024 og var stigahæsti tík Schaferdeildarinnar 2023 ! Gló er ekki bara gullfalleg heldur hefur hún einnig framúrskarandi vinnueiginleika og hefur hún náð frábærum árangri í bæði Hlýðni og Spori en hún hefur verið í topp baráttu við stóru systur sína hana Vesen um stigahæsta Vinnuhundinn. Þrátt fyrir mikið vinnueðli og einstaka fegurð hefur Gló alveg frábært geðslag og elskar allt og alla í kringum sig. Gló er heilbrigðið uppmálað og er með A/0 mjaðmir og olnboga einnig hefur hún verið DNA testuð fyrir hinun ýmsu sjúkdómum.

Rustøls Natz kemur frá Noregi og er frá einum þekktasta ræktanda norðurlandanna. En Natz var siegerinn í ungliðaflokki á Norska og Sænska Sigershow 2023, hann var BOB einungis 11 mánaða gamall og varð 9x SG1/VV1 á árinu 2023. Natz kom til landsins í ágúst 2024 og mætti á tvær HRFÍ sýningar á því ári, varð hann þriðji og annar besti rakki tegundar og verður því spennandi að sjá hvað gerist 2025. Natz er frábær hundur með frábært geðslag, góður í kringum börn, smádýr og aðra hunda. Natz er með A/0 mjaðmir og olnboga.

Erum við einstaklega spennt fyrir þessu fyrsta goti hjá Gló okkar, enda eru hér á ferðinni bestu blóðlínur í heiminum, foreldrar og forfeður sem skara framur á öllum sviðum. Natz og Gló eru hundar sem allir myndu vilja eiga inná sínu heimili.

NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló

SG1 Rustøls Natz

Heiðrun stigahæstuhunda Vinnuhundadeildar HRFÍ

14. janúar síðastliðin var haldinn ársfundur Vinnuhundadeildar HRFÍ þar sem stigahæstu hundar í vinnuprófum voru heiðraðir.

Við hjá Forynju ræktun fórum heim með 22 verðlaun í heildina, í Hlýðni, Rallý-Hlýðni og Spori.
En fjórða árið í röð áttum við stigahæsta Spora- og Hlýðnihund ársins hana Forynju Bara Vesen 🏆

Niðurstöður voru eftirfarandi í öllum flokkum :

Bronspróf:
2. sæti OB-I Forynju Ísköld Áminning með 164,5 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
3. sæti Forynju Ísbjörn með 164 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni I próf:
2. sæti OB-I Forynju Ísköld Áminning með 189,5 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni II próf:
1. sæti ISJCH ISSHCH ISCH NORDICCH ISJW22 ISW23 OB-I OB-II Forynju Gló með 185,5 stig, stjórnandi Hildur Kristín Þorvarðardóttir
2. sæti ISJCH ISSHCH ISCH NORDICCH ISJW22 ISW23 OB-I OB-II Forynju
 
Hlýðni III próf:
2. sæti ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh Forynju Bara Vesen með 278,5 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
 
Hlýðni Elite próf:
1. sæti ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh Forynju Bara Vesen með 258,5 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
2. sæti ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh Forynju Bara Vesen með 212 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
 
Spor 1 próf:
1. sæti OB-I Forynju Ísköld Áminning með 94 stig, stjórnandi er Hildur Sif Pálsdóttir
2. sæti Forynju Ísbjörn með 92 stig, stjórnandi er Hildur Kristín Þorvarðardóttir Hildur Sif Pálsdóttir
3. sæti ISJCH ISSHCH ISCH NORDICCH ISJW22 ISW23 OB-I OB-II Forynju Gló með 90 stig, stjórnandi Hildur Kristín Þorvarðardóttir

 
Spor 2 próf:
2. sæti ISJCH ISSHCH ISCH NORDICCH ISJW22 ISW23 OB-I OB-II Forynju Gló með 94 stig, stjórnandi Hildur Kristín Þorvarðardóttir
 
Spor 3 próf:
1. sæti ISTrCh Forynju Bestla með 94 stig, stjórnandi María Jónsdóttir
2. sæti ISTrCh Forynju Bestla með 80 stig, stjórnandi María Jónsdóttir

Spor Elite próf
1. sæti ISTrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh Forynju Bara Vesen með 94 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
3. sæti STrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh Forynju Bara Vesen með 86 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
 
Rallý I
1. sæti ISW-22 ISVW-22-23 ISVetCh ISObCh RL-II RL-I OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja með 100 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
2.–3. sæti OB-I RL-I Forynju Gleym Mér Ei með 99 stig, stjórnandi Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir
 
Hlýðnihundur ársins 2024
1. sæti STrCH ISOBCH OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCH Forynju Bara Vesen með 27 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
3. sæti ISJCH ISSHCH ISCH NORDICCH ISJW22 ISW23 OB-I OB-II Forynju Gló með 15 stig, stjórnandi Hildur Kristín Þorvarðardóttir
  
Sporhundur ársins 2024
1. sæti STrCh ISObCh OB-I OB-II OB-III RL-I ISETrCh Forynju Bara Vesen með 20 stig, stjórnandi Hildur Sif Pálsdóttir
3. sæti ISTrCh Forynju Bestla með 14 stig, stjórnandi María Jónsdóttir

Stigahæsti ræktandi Schaferdeildarinnar 2024

Annað árið í röð endar Forynju ræktun sem stigahæsta ræktun schaferdeildarinnar 🏆
5. sæti yfir stigahæstu ræktendur HRFÍ (allar tegundir). 🏆

🔥Stigahæsti hundur deildarinnar - Forynju Gló 🔥
🔥Stigahæsti vinnuhundurinn - Forynju Bara Vesen 🔥

🌟 Stighæasta tík - Forynju Gló
🌟 Stigahæsti ungliði síðhærðum - Forynju Ivan Jr.
🌟Stigahæsti hundurinn í Hlýðni Brons - Forynju Ísköld Áminning
🌟Stigahæsti hundurinn í Hlýðni I - Forynju Ísköld Áminning
🌟Stigahæsti hundurinn í Hlýðni II - Forynju Gló
🌟Stigahæsti hundurinn í Hlýðni III - Forynju Bara Vesen
🌟Stigahæsti hundurinn í Hlýðni Elite - Forynju Bara Vesen
🌟Stigahæsti hundurinn í Spor I - Forynju Ísköld Áminning
🌟Stigahæsti hundurinn í Spor II - Forynju Gló
🌟Stigahæsti hundurinn í Spor III - Forynju Bestla
🌟Stigahæsti hundurinn í Spor Elite - Forynju Bara Vesen

Takk allir frábæru eigendur Forynju hundanna og sýnendurnir okkar, án ykkar væri þetta bara draumur ❤️

Síðasta sýning ársins 2024

Þá er síðustu sýningu ársins lokið og áttum við í Forynju ræktun sem fyrr góðu gengi að fagna.

 

Við nældum okkur í fern meistarastig og þrjá nýja titla. Enduðum við árið sem stigahæsta Schäfer ræktun ársins hjá HRFÍ og Gló okkar varð stigahæsti snögghærði hundur ársins í harðri samkeppni.

 

Snögghærðu hundarnir byrjuðu í dóm og var það litla vonarstjarnan okkar hann Bjössi, ISJW-24 Forynju Ísbjörn, sem mætti galvaskur í ungliðaflokk. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði stóran flokk örugglega, fékk sitt fyrsta ungliðameistarastig og titilinn ISJW-24 og aðeins 11 mánaða varð hann 4. Besti rakki tegundar. Minning systir hans fékk einnig sitt fyrsta ungliðameistarastig, erum við ekkert lítið stolt af þessum litlu molum okkar.

 

En stjarna dagsins var klárlega hún Gló okkar. En hún kom sá og sigraði - Besta tík tegundar með sitt þriðja norðurlanda meistarastig og bætti þar með við sig 2. nýjum titlum, NORDICCh og ISW-24. Þar með klárar *titlar Forynju Gló árið sem stigahæsta tík ársins annað árið í röð og stigahæsti Schäfer ársins 2024.

 

Við mættum með fáa fulltrúa í síðhærðu hundana en strákarnir ISJCh Forynju Ivan jr og Forynju Efi stóðu sig með eindæmum vel. Báðir fengu exc, en Efi okkar gerði gott um betur, hann endaði sem 3. besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig og er nú orðinn íslenskur sýningar meistari ISShCh.

 

Við getum vel við unað eftir sýningar árið, Forynju hundarnir fengu í heildina 10 íslensk meistarastig og 4 hundar úr okkar ræktun urðu íslenskir meistarar. 3 hundar urðu ungliða meistarar og við eignuðumst 1 Norðurlanda meistara. Ekkert af þessu væri mögulegt án frábæru eigandana og sýnendana okkar og hlökkum við til komandi árs með þessum frábæra hópi.

 

Takk fyrir sýningarárið 2024 - Bíðum spennt eftir 2025 !

Forynju J-got 6 vikna

J-gotið okkar varð 6 vikna í gær og í tilefni dagsins skelltum við okkur í smá ævintýraferð upp í heiði ❄ 😍

J-gotið okkar 5 vikna 🐾

Molarnir okkar urðu 5 vikna um helgina og héldum við uppá það með að taka bíltúr með hvolpana uppí heiði í frostinu og snjónum ❄

Forynju J-got 3 vikna

Hvolparnir stækka og dafna og ákváðum við að nýta góða veðrið í dag og skella okkur aðeins út með hvolpana og myndavélina❣️