Þá er tvöföldu deildarsýningu ársins lokið og má með sanni segja að okkur hafi gengið frábærlega. Við áttum besta hvolp, besta ungliða og besta hund sýningar báða dagana. Allir Forynju hundarnir okkar stóðu sig ótrúlega vel og erum við óendanlega þakklát fyrir frábæru eigendur og sýnendur þessara yndislegu hunda.
Laugardagurinn byrjaði vel en við mættum með 3 æðislega hvolpa sem öll hlutu dóminn sérlega lofandi. Bestu hvolpar tegundar urðu systkinin Forynju Jaki og Játning og endaði Játning okkar sem besti hvolpur sýningar 3-6 mánaða.
ISCh OB-I Forynju Einstök hélt heiðri síðhærðu hundanna okkar uppi og endaði sem önnur besta tík tegundar.
Í snögghærðu hundunum var það litla stórstjarnan okkar hann ISJCh ISJW-24 Forynju Ísbjörn sem stal senunni, en hann gerði sér lítið fyrir og varð bæði besti ungliði og BESTI HUNDUR SÝNINGAR. Rustøl’s Zaiko okkar varð annar besti rakki tegundar og kláraði ungliða meistaratitilinn sinn. Við erum svo stolt af þessum glæsilegu ungliðum okkar.
OB-I Forynju Ísköld Áminning okkar sigraði ungliðaflokk tíka og kláraði þar ungliðameistaratitilinn ISJCh og endaði svo sem 3. Besta tík tegundar.
Ofur mamman hún ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen okkar kom sá og sigraði og varð besta tík tegundar með sitt annað íslenska meistarastig.
Á sunnudeginum mættu hvolparnir okkar aftur og nú snerist dæmið við. Aftur voru það Jaki og Játning sem urðu bestu hvolpar tegundar, en Jaki kom sá og sigraði sem besti hvolpur sýningar. Ótrúlega efnilegir hvolpar sem eiga framtíðina fyrir sér!
Bjössi okkar endurtók leikinn frá því á laugardeginum og endaði hann aftur sem besti ungliði sýningar, besti rakki tegundar og BESTI HUNDUR SÝNINGAR!!! Hvílík stjarna sem þessi hundur okkar er.
Nú tók litla barnið hún Minning okkar sigurinn af mömmu sinni og endaði sem besta tík tegundar með sitt fyrsta íslenska meistarastig. Það er óhætt að segja að systkinin ISJCH ISJW-24 Forynju Ísbjörn og ISJCh OB-I Forynju Ísköld Áminning séu í sérflokki hvað varðar gæði, hvert sem litið er.
Við vorum meir og ótrúlega stolt af árangri hundanna okkar eftir helgina, en ekki minnst af því að dómararnir höfðu orð á því að Bjössi okkar væri besti ungi hundur á öllum norðurlöndunum í dag. Við göngum sátt frá borði eftir frábæra tvöfalda deildarsýningu og erum strax farin að hlakka til næsta árs.