Þá er síðustu sýningu ársins lokið og áttum við í Forynju ræktun sem fyrr góðu gengi að fagna.
Við nældum okkur í fern meistarastig og þrjá nýja titla. Enduðum við árið sem stigahæsta Schäfer ræktun ársins hjá HRFÍ og Gló okkar varð stigahæsti snögghærði hundur ársins í harðri samkeppni.
Snögghærðu hundarnir byrjuðu í dóm og var það litla vonarstjarnan okkar hann Bjössi, ISJW-24 Forynju Ísbjörn, sem mætti galvaskur í ungliðaflokk. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði stóran flokk örugglega, fékk sitt fyrsta ungliðameistarastig og titilinn ISJW-24 og aðeins 11 mánaða varð hann 4. Besti rakki tegundar. Minning systir hans fékk einnig sitt fyrsta ungliðameistarastig, erum við ekkert lítið stolt af þessum litlu molum okkar.
En stjarna dagsins var klárlega hún Gló okkar. En hún kom sá og sigraði - Besta tík tegundar með sitt þriðja norðurlanda meistarastig og bætti þar með við sig 2. nýjum titlum, NORDICCh og ISW-24. Þar með klárar *titlar Forynju Gló árið sem stigahæsta tík ársins annað árið í röð og stigahæsti Schäfer ársins 2024.
Við mættum með fáa fulltrúa í síðhærðu hundana en strákarnir ISJCh Forynju Ivan jr og Forynju Efi stóðu sig með eindæmum vel. Báðir fengu exc, en Efi okkar gerði gott um betur, hann endaði sem 3. besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig og er nú orðinn íslenskur sýningar meistari ISShCh.
Við getum vel við unað eftir sýningar árið, Forynju hundarnir fengu í heildina 10 íslensk meistarastig og 4 hundar úr okkar ræktun urðu íslenskir meistarar. 3 hundar urðu ungliða meistarar og við eignuðumst 1 Norðurlanda meistara. Ekkert af þessu væri mögulegt án frábæru eigandana og sýnendana okkar og hlökkum við til komandi árs með þessum frábæra hópi.
Takk fyrir sýningarárið 2024 - Bíðum spennt eftir 2025 !