Það er ekki nóg að vera bara sætur heldur þarf maður einnig að vera klár og er hann Bjössi okkar heldur betur allur pakkinn ✨
Fyrsta hlýðnipróf ársins á vegum Vinnuhundadeidldar HRFÍ var haldið síðast liðinn sunnudag þar sem hann Bjössi hélt heldur betur uppi heiðri Forynju ræktunar. Bjössi tók þátt í Hlýðni I og landaði hann 1.sæti af 5 hundum með heil 190,5 stig af 200 mögulegum og Silfurmerki HRFÍ 🎖
Núna vantar honum bara eina 1.einkunn til viðbótar til að geta sótt um OB-I titlinn ❣️
Skemmtileg byrjun á árinu !
.