Eftirvæntingin er í hámarki, en við ákváðum að para stórstjörnuna okkar hana NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló. Ef allt gengur eftir þá eru væntanlegir hvolpar í lok mars undan Gló okkar og nýinnflutta sjarmeranum honum Rustøls Natz.
Gló þarf varla að kynna en þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún náð þeim stórglæsilega árangri að vera orðinn Ungliða-, Íslenskur- og Norðurlanda meistari ásamt því að vera Ísland Junior Winner 22 og Island Winner 23 og 24. Gló hefur orðið 7x besta tík tegundar og þar af 2x besti hundur tegundar og þar af besti hundur á deildarsýningu Schaferdeildarinnar 2023. Hún er stigahæsti hundur Schaferdeildarinnar 2024 og var stigahæsti tík Schaferdeildarinnar 2023 ! Gló er ekki bara gullfalleg heldur hefur hún einnig framúrskarandi vinnueiginleika og hefur hún náð frábærum árangri í bæði Hlýðni og Spori en hún hefur verið í topp baráttu við stóru systur sína hana Vesen um stigahæsta Vinnuhundinn. Þrátt fyrir mikið vinnueðli og einstaka fegurð hefur Gló alveg frábært geðslag og elskar allt og alla í kringum sig. Gló er heilbrigðið uppmálað og er með A/0 mjaðmir og olnboga einnig hefur hún verið DNA testuð fyrir hinun ýmsu sjúkdómum.
Rustøls Natz kemur frá Noregi og er frá einum þekktasta ræktanda norðurlandanna. En Natz var siegerinn í ungliðaflokki á Norska og Sænska Sigershow 2023, hann var BOB einungis 11 mánaða gamall og varð 9x SG1/VV1 á árinu 2023. Natz kom til landsins í ágúst 2024 og mætti á tvær HRFÍ sýningar á því ári, varð hann þriðji og annar besti rakki tegundar og verður því spennandi að sjá hvað gerist 2025. Natz er frábær hundur með frábært geðslag, góður í kringum börn, smádýr og aðra hunda. Natz er með A/0 mjaðmir og olnboga.
Erum við einstaklega spennt fyrir þessu fyrsta goti hjá Gló okkar, enda eru hér á ferðinni bestu blóðlínur í heiminum, foreldrar og forfeður sem skara framur á öllum sviðum. Natz og Gló eru hundar sem allir myndu vilja eiga inná sínu heimili.
NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23-24 ISJW-22 OB-II OB-I Forynju Gló
SG1 Rustøls Natz