Forynju Ísköld Áminning

Við ákváðum að halda eftir glæsilegri tík úr síðasta goti hjá okkur undan meisturunum Vesen og Pablo. Forynju Ísköld Áminning eða Minning eins og hún er kölluð er aldeilis að standast væntingar okkar, en hún er bæði gullfalleg og hrikalega vinnuglöð. Minning byrjaði sýningar ferilinn sinn á því að verða annar besti hvolpur sýningar og á síðustu sýningu HRFÍ varð hún besti hvolpur tegundar og valin úr risa hópi hvolpa áfram í top 6.

En hún er ekki bara útlitið þessi gella, en hún fór nú á dögunum í sitt fyrsta hlýðni próf einungis 6 mánaða gömul. Minning rúllaði því upp eins og hún á ættir til, en hún lauk bronsprófi með 164.5 stig af 180 mögulegum með Bronsmerki HRFÍ og fyrsta sæti. Er hún þar með lang yngsti Schäfer landsins og lang yngsti hundur á Íslandi til þess að ljúka bronsprófi. Við erum vægast sagt ánægð og stolt af litlu Minningu okkar, en hún ætlar svo sannarlega að feta í fótspor móðurleggsins. Hlökkum við mikið til áframhaldandi árangurs með hana Forynju Ísköldu Áminningu !