Sumrin eru mikið nýtt í sporaæfingar og sporapróf eru haldin nánast mánaðarlega fram á haustið. Forynjuræktun á oft einhverja fulltrúa í þessum prófum og gekk okkur einstaklega vel núna í júní.
ISSHCh ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló tók þátt í Spor 1 og ISObCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen í Spor Elite og að sjálfsögðu rúlluðu þær systur prófunum upp. 💪
Báðar hlutu þær fyrstu einkun, 90 stig eða hærra og fyrsta sæti í sínum flokkum.🏆🥇
Þar með hefur Gló lokið öllum þeim kröfum sem settar eru fyrir Schäfer hunda fyrir vinnuhundaflokk og er hún því ekki lengur eingöngu sýningar meistari ISShCh heldur ISCh íslenskur meistari. 🫶
Stóra systir hennar hún Vesen okkar gat nú ekki verið minni kona og bætti við betur. En hún hlaut 1.einkunn í Spor Ellite sem er erfiðasta sporapróf sem tekið er hér á landi. 🏆🥇
Eftir þessa fyrstu einkun bætti Vesen enn einum titlinum við sig, ISETrCh eða íslenskur Elite spora meistari. Er hún annar schafer landsins til þess að hljóta þennan titil á eftir mömmu sinni ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Ösku🔥
Spora sumarið okkar fer því feyki vel af stað og hlökkum við til þess að halda áfram að æfa og taka þátt í fleiri prófum🥰