Ágústsýning HRFÍ

 Forynju hundarnir áttu góðu gengi að fagna á tvöfaldri útisýningu HRFÍ þetta árið. Á laugardeginum áttum við hvorki meira né minna en Besta ungliða tegundar bæði í síðhærðum og snögghærðum schâfer, besta hvolp tegundar af báðum kynjum í snögghærðum, bestu tík tegundar 1-4 sæti, besta hund tegundar og besta ræktunarhóp tegundar. Gætum við ekki verið ánægðari með frábæra fólkið okkar og fallegu hundana okkar.

Á laugardeginum byrjaði dagurinn vel, en Forynju Ivan Jr.  Varð besti ungliði tegundar í síðhærðum schäfer og varð 3. besti rakki tegundar.

Nýjasta viðbótin í Forynju ræktun hann Rustøl’s Zaiko varð besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni og Forynju Ísköld Áminning besti hvolpur tegundar.

ISJW22 Forynju Gizmo vann opna flokkinn og endaði sem 2. besti rakki tegundar og hlaut sitt fyrsta Íslenska meistarastig og fyrsta Norðurlanda meistarastig. ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn vann meistaraflokkinn og varð 3. besti rakki tegundar.

ISJCh Forynju Indæla Píla vann ungliðaflokk tíka og kláraði ungliða meistaratitilinn með stæl. Hún varð svo í 3. sæti í tegundarhópi ungliða. Drottningin okkar hún ISCH ISJCH ISW23 ISJW22 OB-I Forynju Gló toppaði daginn sem besti hundur tegundar með sitt 2. Norðurlanda meistarastig. Hún endaði svo í 4. sæti í tegundarhópi 1. 2. Besta tík tegundar með sitt annað íslenska meistarastig varð systir hennar RW-23 Forynju Grace, nú vantar hana bara 1. meistarastig til þess að klára meistaratitilinn sinn. 3. besta tík tegundar varð Forynju Frekja og 4. besta tík tegundar var mamma hennar hún Forynju Bría. Glæsilegur árangur Forynju tíkanna okkar.

Við áttum svo með glæsilega hópnum okkar Besta ræktunarhóp tegundar.

 

Á sunnudeginum endurtók loðdýrið hann Kappi - Forynju Ivan Jr. leikinn og varð aftur besti ungliði tegundar og kláraði ungliða titilinn sinn ISJCh. Hann bætti svo um betur og varð í 4. Sæti í ungliða tegundarhópi 1.

Litlu Vesenarbörnin Forynju Ísbjörn og Forynju Ísköld Áminning urðu bestu hvolpar tegundar. Bjössi okkar varð svo 4. besti hvolpur sýningar. Framtíðin er björt með þessar litlu stjörnur okkar !

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett okkar burstaði af sér rykið og mætti á sýningu um helgina, en á sunnudeginum varð hann 3. besti rakki tegundar.

Aftur vann Gló okkar meistaraflokkinn og endaði svo sem 2. besta tík tegundar og ræktunarhópurinn okkar varð einnig aftur besti ræktunarhópur tegundar.

 

Helstu úrslit fóru svona:

 

Laugardagur

 

ISJCh Forynju Ivan jr. - exc, 1. sæti ungliðafl. ck, 3. besti rakki tegundar, íslenskt ungliða meistarastig, norðurlanda ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar

 

ISJCh Forynju Innbrotsþjófur - exc, 2. sæti ungliða fl.

Forynju Innipúki - exc, 1. sæti unghundafl. ck

ISJW22 Forynju Gizmo - exc, 1. Sæti opinn fl. Ck, 2. Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Norðurlanda meistarastig

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett - exc, 1. Sæti vinnuhundafl. Ck

ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - exc, 1. sæti meistarafl. Ck, 3. besti rakki tegundar

ISJCh Forynju Indæla Píla - exc, 1. sæti ungliðafl. Ck, íslenskt ungliða meistarastig, norðurlanda ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar, 3. sæti ungl. Tegundarhóp 1

Forynju Iðrun - exc, 1. sæti unghundafl. Ck

Forynju Frekja - exc, 2. sæti opinn fl. Ck, 3. besta tík tegundar

RW-23 Forynju Grace - exc, 1. sæti opinn fl. Ck, 2. besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, vara Norðurlanda meistarastig

Forynju Bría - exc, 1. sæti vinnuhunda fl. Ck, 4. besta tík tegundar

ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - exc, 2. Sæti vinnuhundafl.

Forynju Ára - exc, 3. sæti vinnuhunda fl.

 

Sunnudagur

 

ISJCh Forynju Ivan jr. - exc, 1. sæti ungliðafl. ck, 3. besti rakki tegundar, íslenskt ungliða meistarastig, Alþjóðlegt ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar, 4. sæti ungliða tegundarhópur 1.

 

ISJCh Forynju Innbrotsþjófur - exc, 2. sæti ungliða fl. Ck

Forynju Innipúki - exc, 1. sæti unghundafl. ck

ISJW22 Forynju Gizmo - exc, 2. Sæti opinn fl.

ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett - exc, 1. Sæti vinnuhundafl. Ck, 3. Besti rakki tegundar

ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - exc, 3. sæti meistarafl.

ISJCh Forynju Indæla Píla - exc, 3. sæti ungliðafl.

Forynju Iðrun - exc, 1. sæti unghundafl. Ck

Forynju Frekja - exc, 3. sæti opinn fl. Ck

RW-23 Forynju Grace - 4. sæti exc opinn fl.

Forynju Bría - exc, 2. sæti vinnuhunda fl.

ISObCh ISETrCh ISTrCh RL-I OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - exc, 1. Sæti vinnuhundafl.

Forynju Ára - exc, 3. sæti vinnuhunda fl.