Deildarsýning Schäferdeildarinnar 2024

Forynjuræktun atti góðu gengi að fagna á ný afstaðinni tvöfaldri deildarsýningu schäferdeildarinnar.

Áttum við besta ungviði sýningar báða dagana, fengum í heildina 5 meistarastig og eignuðumst tvo nýja meistara eftir helgina.

Fyrri daginn var það hinn virti Norski dómari Oddbjørn Winther sem dæmdi og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi heilt yfir verið mjög ánægður með Forynju hundana.

Besta ungviði sýningar varð litli molinn okkar hann Forynju Ísbjörn og systir hans Forynju Ísköld Áminning varð besta ungviði tegundar af gagnstæðu kyni. Framtíðin er björt hjá þessum glæsilegu systkinum !

Fenni okkar, OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn, kom sá og sigraði rakkana og fékk sitt annað meistarastig í leiðinni. Hann Fenni er eins og gott rauðvín og verður bara betri með aldrinum.

Velgengnin hætti ekki þar, en OB-I Forynju Gló mætti í fanta stuði í risa stóran opinn flokk og sigldi þar örugg í fyrsta sæti, varð svo besta tík tegundar með sitt fjórða Íslenska meistarastig og er því orðin MEISTARI !!

Eins og á fyrri deildarsýningu ársins í fyrra voru því Ösku börnin Gló og Fenni BOB og BOS en að þessu sinni var það Fenni okkar sem bar sigur úr bítum.

Áttum við einnig besta ræktunarhóp sýningar í snögghærðum með glæsilega umsögn.

Forynju Efi efaðist aldrei um sjálfan sig í síðhærðu hundunum, en varð hann besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig. Meistarinn Forynju Einstök systir hans skottaðist örugglega í 2. bestu tík tegundar og fékk ræktunarhópurinn okkar frábæra umsögn og heiðursverðlaun


 Á sunnudeginum varð svo aftur Vesenar barn besta ungviði sýningar en að þessu sinni hann Forynju Ískaldur Veruleiki, glæsilegur rakki sem geislaði í hringnum.

Svo hélt Fenni okkar áfram sigurgöngunni, en hann varð aftur besti rakki tegundar undir dómaranum Ullu Hansen frá Danmörku. Hann fékk þá sitt þriðja Íslenska meistarastig og er þar með orðinn Íslenskur meistari ISCh. Við erum svo stolt af þessum glæsilega hundi okkar sem gleður bæði augað og hjartað á hverjum degi.