Hlýðnipróf 10.05

Þriðja hlýðnipróf ársinns var haldið í gær Uppstigningardag í reiðhöllinni Andvara og voru 10 hundar skráðir í prófið. Forynju Aska var skráð í annað sinn í Hlýðni I og endaði í 2. sæti af 6 hundum.  Aska stóð sig glæsilega í prófinu og fékk heil 179 stig af 200 möguleikum og fékk þar með sína aðra 1.einkunn og vantar hana því bara eina í viðbót til að ljúka OB-1 titlinum.
Við erum alveg í skýjunum með þessa glæsilegu og skemmtilegu tík sem gefur foreldrum sínum ekkert eftir vinnu.

Ivan von Arlett í Þýskalandi

Nú er Ivan okkar orðinn 6 mánaða gamall og nýtur lífsinns hjá vinum okkar í Þýskalandi.
Fengum sendar nýjar myndir af prinsinum leika sér í sumarsólinni með vinkonu sinni.

Vonziu's Asynja og Quentino von Arlett

Þá er Ynja okkar byrjuð að lóða og fór hún í viðring með Dino til að kynnast honum aðeins áður en að þau verða pöruð. Ef allt gengur upp munum við eiga von á hvolpum undan þeim seinna í sumar.

Æfingaferð vestur á Snæfellsnes

Við skelltum okkur vestur á Snæfellsnes til Þórhildar í Hundalíf í smá æfingaferð. Við byrjuðum á smá Rallý Hlýðni sem er nokkuð nýtt á Íslandi en er mjög vinsælt erlendis. Enduðum síðan daginn á smá hundafimi. Náðist að smella nokkrum myndum af Forynju Ösku og Vonziu's Asynju í hundafiminni.

Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2018

Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2018 var haldið sunnudaginn 25. mars í reiðhöllinni á Kjóavöllum.. Við hjá Forynju ræktun vorum með tvo hunda skráða í prófið og voru það mæðgurnar Vonziu's Asynja og Forynju Aska.
 Vonziu's Asynja var skráð í Hlýðni III og náði hún 225 stigum með aðra einkunn. Forynju Aska var skráð í Hlýðni I í fyrsta skiptið en hún Aska varð 1 árs í lok janúar síðast liðinn. Aska gerði sér lítið fyrir og varð í fyrsta sæti með 174 stig  og fékk þar með 1. einkunn og silfurmerkið. Við erum alveg í skýjunum með þessar æðislegu mæðgur, vinnu viljinn og geðslagið í þeim er alveg uppá 10.
Það náðist að smella nokkrum myndum af Ösku í prófinu :)

Ivan von Arlett væntanlegur til Íslands

Þá er Forynju fjölskyldan að fara að stækka, en með góðri hjálp festum við kaup á mjög efnilegum hvolpi frá hinni frægu og virtu ræktun von Arlett.

Hann heitir Ivan von Arlett og kemur með mjög skemmtilegar nýjar blóðlínur til landsins. Hann er fæddur 9. október 2017, úr stóru 11 hvolpa goti sem var mjög jafnt og fallegt. En er það mjög mikilvægt að hundar eigi bæði fallega foreldra, forfeður og systkini þegar horft er til góðra ræktunarhunda.

Ivan er undan hinum gull fallega IPO2 V Giovanni von der Nadine sem er ungur og efnilegur rakki undan hinum heimsfræga IPO2 VA VA1(USA) Schumann von Tronje.

Mamma Ivans er ekki síðri, IPO3 FH1 V Andorra von Arlett er virkilega falleg tík undan frábærum hundum. Andorra hefur sjálf átt 1 got áður og eru það stór glæsilegir hundar sem eru farin að sanna sig á fjölmörgum sýningum í Þýskalandi.
Andorra er undan hinum glæsilega SchH3 IPO3 VA Omen vom Radhaus sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
 

Áfram væri hægt að halda í marga daga að telja upp alla þá frægu og flottu hunda sem standa á bakvið hann Ivan okkar og hlökkum við mikið til að fá hann til landsins í sumar.

 

Nokkrar myndir af gullmolanum okkar honum Ivan

Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar 2018

Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar var haldin í kvöld og voru stigahæstu hundar ársinns heiðraðir og fórum við heim með þrenn verðlaun. Vonziu's Asynja var heiðruð fyrir árangur sinn í hlýðni og var hún í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Hlýðni III. Forynju Aska var heiðruð fyrir árangur sinn í Hlýðni en hún náði öðru og þriðja sætinu í Hlýðni Brons, sem er fyrsta hlýðniprófið, einnig var Aska heiðruð fyrir árangur sinn í Spori og var hún í fyrsta sæti í Spori I.
Þá voru þrír Schafer hundar heiðraðir af Vinnuhundadeildinni  í kvöld og var þriðji hundurinn hann Juwika Fitness, pabbi hennar Ösku okkar, hann var heiðraður fyrir árangur sinn í Spori en hann var í fyrsta sæti Spori II.  Aska á ekki langt að sækja þennan skemmtilega vinnuvilja og ætlar hún ekkert að gefa foreldrum sínum eftir í hvorki Spori né Hlýðni og stefnum við enþá lengra á þessu ári.

Alþjóðleg sýning 3-4 mars.

Þá er fyrsta sýning ársinns yfirstaðin og vorum við með þrjá hunda skráða á sýninguna og gékk öllum mjög vel og fengu allir hundarnir frá okkur Excellent sem er 1.einkunn.

Snögghærðir rakkar

Forynju Aston :
Ungliðaflokkur - 1.sæti m. Excellent

Snögghærðar tíkur

Forynju Aska
Ungliðaflokkur - 1.sæti m. Excellent
Vonziu's Asynja :
Vnnuhundaflokkur - 2. sæti m. Excellent og meistaraefni.

Gaman uppí heiði

Þrettánda ganga 2018

Áfram halda göngurnar hjá okkur Forynju og Gjóskuræktun og fórum við í frábæra þrettánda göngu í gær, laugardag. 15 schäferhundar og enn fleira fólk mætti og var virkilega góð stemning í hópnum. Hlökkum við mikið til þeirrar næstu og verður hún fljótlega í næsta mánuði.