Hlýðnipróf 10.05

Þriðja hlýðnipróf ársinns var haldið í gær Uppstigningardag í reiðhöllinni Andvara og voru 10 hundar skráðir í prófið. Forynju Aska var skráð í annað sinn í Hlýðni I og endaði í 2. sæti af 6 hundum.  Aska stóð sig glæsilega í prófinu og fékk heil 179 stig af 200 möguleikum og fékk þar með sína aðra 1.einkunn og vantar hana því bara eina í viðbót til að ljúka OB-1 titlinum.
Við erum alveg í skýjunum með þessa glæsilegu og skemmtilegu tík sem gefur foreldrum sínum ekkert eftir vinnu.