B-gotið 5 vikna !

Föstudaginn 13 sept. urðu hvolparnir okkar 5 vikna ! Í tilefni dagsinns þá skelltum við okkur út með þá og smelltum nokkrum myndum af krúttunum.

Hvolparnir út í náttúrunni.

Við skelltum okkur út í náttúruna með hvolpana í smá myndatöku á föstudeginum í tilefni þess að þeir urðu 4 vikna. Litlu krúttin nutu sín í botn úti í góða veðrinu.

Myndir : Sigríður Helga Pálsdóttir

B-gotið orðið 4 vikna !

 

Welincha's Izla Fra Noregi væntanleg til Íslands.

Í febrúar fæddust 7 gullfallegir hvolpar hjá Welinchas ræktun í Noregi undan Welincha’s Olly og VA1 NUCH NV-17 AD BH IPO2 Falkøen's Vasko og kolféllum við fyrir einni tík úr gotinu. Ættbókin af hvolpunum heillaði okkur líka mjög mikið, en Olly er mamma Best in show winnersins ISCh NUCH DKCH Welincha’s Whimpy sem var hjá okkur í nokkra mánuði og hefur hún gefið af sér fleiri meistara og fallega hunda. Pabbinn er hinn stórglæsilegi Falkøen’s Vasko, en hann hefur í ár sigrað öll siegershow á norðurlöndunum. Vasko á glæsileg afkvæmi um allan heim og er undan einum eftirsóttasta ræktunarhundi í þýskalandi VA3 Marlo von Baccara.

Við festum kaup á tíkinni Welincha’s Izla fra Noregi, hún heillaði okkur strax með glæsilegri byggingu, yndislegu geðslagi og miklu vinnueðli. Hún mætir til landsins í lok þessa mánuðar og kemur út úr einangrun í október.

Izla er aðeins byrjuð að spóka sig um í sýningarhringnum í noregi og mætti til að mynda með pabba sínum í afkvæmahóp á Norsk winner þar sem hann átti besta afkvæmahóp í Noregi. Núna í ágúst mætti hún svo í stórann tíkarflokk þar sem hún fékk sérlega lofandi og 3. Sæti. Izlan okkar mun ábyggilega standa sig frábærlega á Íslandi og hlökkum við mikið til að fá hana til okkar.

B-gotið tveggja vikna !

Í gær urðu hvolpa krúttin okkar tveggja vikna gömul og eru þau öll búin að opna augun !

Tíkurnar

Rakkarnir

Forynju B-got !

Við kynnum með stolti Forynju B-gotið !

Þann 09.08.2019 fæddust 9 heilbrigðir hvolpar, 5 tíkur og 4 rakkar, undan ISTrCh OB-II OB-I Forynju Ösku og RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee.
Báðir foreldrarnir eru myndaðir með A/A mjaðmir og olgnboga, heilbrigð, geðgóð og með alveg einstakt vinnu eðli.

Áhugasamir geta haft samband á forynju@gmail.com eða í síma 897.3078

Á gotið 7 vikna !

Hvolparnir eru núna orðnir rúmlega 7 vikna og fara alveg að fara á nýju heimilin sín. Bæði eru þau komin með alveg frábærar fjölskyldur sem hlakka mikið til að fá litlu gullmolana í hendurnar.

Ára og Áki orðin 6 vikna !

5 vikna hvolpa krútt.

Í gær urðu hvolparnir okkar, Ára og Áki, 5 vikna !

Við skelltum okkur með þau út í náttúruna til að taka nokkrar myndir af krúttunum í rjóma blíðunni.

Væntanlegt B got !

Mikil eftirvænting er hjá okkur, en Forynju B-gotið er væntanlegt núna um miðjan ágúst nk. Gotið er undan stór stjörnunni og vinnumeistaranum henni ISTrCh OB-II OB-I Forynju Ösku og nýja innflutta rakkanum okkar honum RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee. Bæði eru þau mynduð með A/A mjaðmir og olnboga, geðgóð, gullfalleg og með æðislegar ættir sem ræktendur um allan heim sækjast eftir.

Aska er úr fyrsta gotinu okkar og er undan tveimur glæsilegum innfluttum meisturum, þeim OB-II OB-I Vonziu’s Asynju og C.I.B ISCh RW-16 RW-15 SG1 Juwika Fitness. Aska sýndi það strax sem lítill hvolpur að hún ætlaði að erfa bæði fegurð og vinnusemi frá foreldrum sínum, en hún varð snemma 2. Besti hvolpur sýningar og aðeins 9 mánaða gömul kláraði hún bæði Hlýðni brons og spor 1 og hefur síðan þá raðað sér í efstu sæti um stigahæstu hunda landsins í vinnu í öllum flokkum og hefur alltaf átt 1. sæti í stigahæsta schäfer ársins í vinnu. Aska er í dag orðin bæði hlýðni I og hlýðni II meistari sem og sporameistari, en hún er eini hundurinn á landinu sem getur státað sig af því. Ásamt þessum glæsilega vinnuárangri er Aska með 1 Íslenskt meistarastig, vara-Alþjóðlegt meistarastig og er í augnablikinu 3. stigahæsta snögghærða schäfertík landsins.

Lider keyptum við ásamt Gjósku ræktun í lok síðasta árs eftir að við sáum hann á siegershow þar sem hann heillaði okkur uppúr skónum. Lider er einstaklega fallegur rakki, dökkur á litinn, frábær stærð og svo er hann með ættbók sem við höfðum mikinn áhuga á. Hann er undan VA1 Dingo di Casa Mary sem er ein skærasta stjarnan í schäfer heiminum í dag og er búinn að marg sanna sig bæði á sýningum og í ræktun. Það er gríðarlega mikilvægt að flytja inn til landsins hunda með góðar ættir, en er það örugglega það mikilvægasta þegar kemur að ræktun. En ættbókin hans Liders okkar er ekki það eina góða við hann, hann kom sá og sigraði á sinni fyrstu sýningu á íslandi. Þar fékk hann sitt fyrsta Íslenska meistarastig, fékk Norðurlanda meistarastig og varð Reykjavík Winner 2019. En erlendis hafði hann sigrað 2 siegershow, bæði í Serbíu og Slóveníu, var i fyrsta hring á þýska siegershow og 5 sæti á austuríska siegershow. Nokkrir rakkar hafa verið fluttir inn til landsins síðustu mánuði og er árangur Liders sá allra besti af þeim öllum.

Við erum gríðarlega montin af þessum glæsilegu hundum og leiðum hér saman glæsilegt útlit, æðislegt geðslag, frábært heilbrigði og framúrskarandi vinnueiginleika tegundarinnar. Markmið okkar hjá Forynjuræktun er að rækta einungis fyrsta flokks hunda og veljum við því undaneldis hundana okkar vel. Við viljum rækta heilbrigða geðgóða heimilshunda sem uppfylla bæði kröfur eigenda um frábæra hunda, sem og ströngustu útlits- og vinnukröfur. Eru því væntingarnar miklar fyrir þessu glæsilega goti.

Áhugasamir geta haft samband á forynju@gmail.com eða í s. 897-3078

66831210_420570215214199_5133243069914677248_n.png