Hvolparnir úr B-gotinu komnir á framtíðarheimilin sín.

Föstudaginn seinasta þá urðu hvolparnir okkar 8 vikna og eru allir farnir á framtíðarheimilin sín. Við óskum nýjum Forynju eigendum innilega til hamingju með hvolpana sína og bjóðum þau velkomin í hópinn.
Forynju Bara Vesen mun koma til að búa heima hjá okkur og horfum við til framtíðar full tilhlökkunar

Forynju Breki
Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn
Forynju Bowie
Forynju Bylur
Forynju Bara Vesen
Forynju Bría
Forynju Brynja
Forynju Bestla
Forynju Blær

B-gotið 5 vikna !

Föstudaginn 13 sept. urðu hvolparnir okkar 5 vikna ! Í tilefni dagsinns þá skelltum við okkur út með þá og smelltum nokkrum myndum af krúttunum.

Hvolparnir út í náttúrunni.

Við skelltum okkur út í náttúruna með hvolpana í smá myndatöku á föstudeginum í tilefni þess að þeir urðu 4 vikna. Litlu krúttin nutu sín í botn úti í góða veðrinu.

Myndir : Sigríður Helga Pálsdóttir

B-gotið orðið 4 vikna !

 

Welincha's Izla Fra Noregi væntanleg til Íslands.

Í febrúar fæddust 7 gullfallegir hvolpar hjá Welinchas ræktun í Noregi undan Welincha’s Olly og VA1 NUCH NV-17 AD BH IPO2 Falkøen's Vasko og kolféllum við fyrir einni tík úr gotinu. Ættbókin af hvolpunum heillaði okkur líka mjög mikið, en Olly er mamma Best in show winnersins ISCh NUCH DKCH Welincha’s Whimpy sem var hjá okkur í nokkra mánuði og hefur hún gefið af sér fleiri meistara og fallega hunda. Pabbinn er hinn stórglæsilegi Falkøen’s Vasko, en hann hefur í ár sigrað öll siegershow á norðurlöndunum. Vasko á glæsileg afkvæmi um allan heim og er undan einum eftirsóttasta ræktunarhundi í þýskalandi VA3 Marlo von Baccara.

Við festum kaup á tíkinni Welincha’s Izla fra Noregi, hún heillaði okkur strax með glæsilegri byggingu, yndislegu geðslagi og miklu vinnueðli. Hún mætir til landsins í lok þessa mánuðar og kemur út úr einangrun í október.

Izla er aðeins byrjuð að spóka sig um í sýningarhringnum í noregi og mætti til að mynda með pabba sínum í afkvæmahóp á Norsk winner þar sem hann átti besta afkvæmahóp í Noregi. Núna í ágúst mætti hún svo í stórann tíkarflokk þar sem hún fékk sérlega lofandi og 3. Sæti. Izlan okkar mun ábyggilega standa sig frábærlega á Íslandi og hlökkum við mikið til að fá hana til okkar.

B-gotið tveggja vikna !

Í gær urðu hvolpa krúttin okkar tveggja vikna gömul og eru þau öll búin að opna augun !

Tíkurnar

Rakkarnir

Forynju B-got !

Við kynnum með stolti Forynju B-gotið !

Þann 09.08.2019 fæddust 9 heilbrigðir hvolpar, 5 tíkur og 4 rakkar, undan ISTrCh OB-II OB-I Forynju Ösku og RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee.
Báðir foreldrarnir eru myndaðir með A/A mjaðmir og olgnboga, heilbrigð, geðgóð og með alveg einstakt vinnu eðli.

Áhugasamir geta haft samband á forynju@gmail.com eða í síma 897.3078

Á gotið 7 vikna !

Hvolparnir eru núna orðnir rúmlega 7 vikna og fara alveg að fara á nýju heimilin sín. Bæði eru þau komin með alveg frábærar fjölskyldur sem hlakka mikið til að fá litlu gullmolana í hendurnar.

Ára og Áki orðin 6 vikna !

5 vikna hvolpa krútt.

Í gær urðu hvolparnir okkar, Ára og Áki, 5 vikna !

Við skelltum okkur með þau út í náttúruna til að taka nokkrar myndir af krúttunum í rjóma blíðunni.