❣️ Forynju L-got væntanlegt ❣️
Forynju ræktun kynnir með miklu stolti staðfest væntanlegt L-got í lok júlí 2025 ! 🐾
í lok júlí er væntanlegt í heiminn ótrúlega spennandi got undan fallegu innfluttu tíkinni okkar henni Izlu og Íslenka meistaranum okkar honum Fenna 🎖
ISCh OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn er fyrsti rakkinn okkar sem varð meistari og hefur verið mjög sigursæll í sýningarhringnum. Fenni okkar hefur til að mynda 3. sinnum orðið besti rakki tegundar á deildarsýningum, eini Íslandsræktaði rakkinn til þess að ná því svo oft. Auk þess hefur hann náð frábærum árangri í vinnu og uppfyllir öll okkar skilyrði sem við viljum í tegundinni. Fenni er einnig einstaklega geðgóður og heilbrigður hundur, en hann er frír af bæði mjaðama- og olnboga losi og frír af DM.
Welincha’s Izla fra Noregi kom til okkar árið 2019 og hefur gefið okkur 2 glæsileg got. Afkvæmum hennar hefur gengið frábærlega á hundasýningum og á hún nú þegar nokkra meistara. Fyrir utan það þá hefur hún sitt einstaka geðslag mjög sterkt áfram, en Izla og afkvæmi hennar eru hvers manns hugljúfi sem allir væru heppnir að eiga.
Við erum hrikalega spennt fyrir þessu goti enda koma hér saman ættir, útlit og vinnueiginleikar í hæsta gæðaflokki. Við bíðum nú spennt eftir því að sjá hvað leynist í pakkanum og hvetjum áhugasama að senda okkur greinagóða lýsingu á sér sækist þeir eftir hvolpi úr þessu einstaka goti. 🫶