Um Okkur


Forynju ræktun er í eigu Hildar Pálsdóttur og snýst ræktunin um ræktun á Schäfer hundum (Þýskum fjárhundi). Markmiðið okkar að rækta vinnuglaða, fallega og heilbrigða Schäfer hunda en umfram allt  góða heimilis hunda.

Árið 2012 eignast ég minn fyrsta hund hann ISCh Kolgrímu Genius of All Time Hólm kallaður Loki. Við Loki höfum brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina og farið á fjölmörg námskeið og sýningar saman,  Loki hefur lokið Bronsprófi í hlýðni, Hlýðni I og SporI-II ásamt því að vera orðinn Íslenskurmeistari. Það má segja að Loki hafi dregið mig alveg út í hundana. Loki hefur verið minn besti félagi síðan ég fékk hann sem hvolp og er aldrei dauð stund þar sem hann er.

 Árið 2013 fór ég að leita mér af tík til að flytja inn til landsinns og fann alveg yndislegann ræktanda í Wales Bretlandi hann Jay Thomas, sem er að rækta undan fyrsta flokks þýskum línum. Í desember 2013 er hann með got og velur fyrir mig eina tik úr því goti. Í maí 2014 fer ég út til Bretlands að ná í tíkina mína hana OB-I OB-II Vonziu‘s Asynja kölluð Ynja. Ynja kemur úr einangruninni í júní 2014 þá 6 mánaða gömul og kom hún þá strax mjög skemmtilega á óvart. 

Með Ynju hef ég náð mjög góðum árangri í vinnu, í september 2014 lýkur Ynja Bronsprófi hjá Vinnuhundadeildinni og er enn þann dag í dag stiga hæsti Schäfer hundurinní í Bronsi. Síðan 2015 varð Ynja Hlýðni I meistari og síðar fyrsti hundur landsinns til að hljóta Hlýðni II meistara titilinn, ásamt því að vera fyrsti hundur Íslands  til að hljóta Gullmerki í Hlýðni og þá ekki orðin tveggja ára gömul. Einnig hefur hún lokið bæði C-prófi í snjóflóðaleit og víðavangsleit hjá Björgunnarhundasveit Íslands. Og við erum langt frá því að vera hættar.

Árið 2016 fór ég í það að leita mér af nýrri tík til að flytja inn til landsinns. Með góðri hjálp fann ég tík í Tyrklandi sem var í eigu ræktandans Caner Cuzman (Ck's kennel). Tíkin heitir Ck´s Nikita og er 1 árs gömul, kom hún til landsinns í nóvember og úr einangrun í 30 nóv. Nikita er gullfalleg og vel ættuð tík sem er algjört yndi, og hverssmans hugljúfi. Núna eru bara spennandi tímar framundan.

Hundarnir eru mitt áhuga mál og fer nánast allur minn frí tími í hundana. Ég legg mikinn metnað í að þjálfa og vinna með hundunum mínum og er það með því skemmtilegasta sem ég geri og ekki skemmir fyrir að þjálfa í góðum vinahópi.

 
IMG_6816.jpg