Ivan von Arlett væntanlegur til Íslands

Þá er Forynju fjölskyldan að fara að stækka, en með góðri hjálp festum við kaup á mjög efnilegum hvolpi frá hinni frægu og virtu ræktun von Arlett.

Hann heitir Ivan von Arlett og kemur með mjög skemmtilegar nýjar blóðlínur til landsins. Hann er fæddur 9. október 2017, úr stóru 11 hvolpa goti sem var mjög jafnt og fallegt. En er það mjög mikilvægt að hundar eigi bæði fallega foreldra, forfeður og systkini þegar horft er til góðra ræktunarhunda.

Ivan er undan hinum gull fallega IPO2 V Giovanni von der Nadine sem er ungur og efnilegur rakki undan hinum heimsfræga IPO2 VA VA1(USA) Schumann von Tronje.

Mamma Ivans er ekki síðri, IPO3 FH1 V Andorra von Arlett er virkilega falleg tík undan frábærum hundum. Andorra hefur sjálf átt 1 got áður og eru það stór glæsilegir hundar sem eru farin að sanna sig á fjölmörgum sýningum í Þýskalandi.
Andorra er undan hinum glæsilega SchH3 IPO3 VA Omen vom Radhaus sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
 

Áfram væri hægt að halda í marga daga að telja upp alla þá frægu og flottu hunda sem standa á bakvið hann Ivan okkar og hlökkum við mikið til að fá hann til landsins í sumar.

 

Nokkrar myndir af gullmolanum okkar honum Ivan