Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar 2018

Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar var haldin í kvöld og voru stigahæstu hundar ársinns heiðraðir og fórum við heim með þrenn verðlaun. Vonziu's Asynja var heiðruð fyrir árangur sinn í hlýðni og var hún í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Hlýðni III. Forynju Aska var heiðruð fyrir árangur sinn í Hlýðni en hún náði öðru og þriðja sætinu í Hlýðni Brons, sem er fyrsta hlýðniprófið, einnig var Aska heiðruð fyrir árangur sinn í Spori og var hún í fyrsta sæti í Spori I.
Þá voru þrír Schafer hundar heiðraðir af Vinnuhundadeildinni  í kvöld og var þriðji hundurinn hann Juwika Fitness, pabbi hennar Ösku okkar, hann var heiðraður fyrir árangur sinn í Spori en hann var í fyrsta sæti Spori II.  Aska á ekki langt að sækja þennan skemmtilega vinnuvilja og ætlar hún ekkert að gefa foreldrum sínum eftir í hvorki Spori né Hlýðni og stefnum við enþá lengra á þessu ári.