Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2018

Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2018 var haldið sunnudaginn 25. mars í reiðhöllinni á Kjóavöllum.. Við hjá Forynju ræktun vorum með tvo hunda skráða í prófið og voru það mæðgurnar Vonziu's Asynja og Forynju Aska.
 Vonziu's Asynja var skráð í Hlýðni III og náði hún 225 stigum með aðra einkunn. Forynju Aska var skráð í Hlýðni I í fyrsta skiptið en hún Aska varð 1 árs í lok janúar síðast liðinn. Aska gerði sér lítið fyrir og varð í fyrsta sæti með 174 stig  og fékk þar með 1. einkunn og silfurmerkið. Við erum alveg í skýjunum með þessar æðislegu mæðgur, vinnu viljinn og geðslagið í þeim er alveg uppá 10.
Það náðist að smella nokkrum myndum af Ösku í prófinu :)