Tvöfallt Hlýðnipróf á Akureyri 23.-24. sept

Helgina 23.- 24 september fór fram árlegt hlýðnipróf Svæðafélgas Norðurlands og Vinnuhundadeildar HRFÍ í Reiðhöll Léttis Akureyri.
Að sjálfsögðu áttum við hjá Forynju ræktun frábæra fulltrúa í prófinu. En við áttum 1.sætin í þeim flokkum sem við vorum með skráða hunda í !

Laugardagurinn 23 sept :
Hlýðni I :
1.sæti með 175 stig 1.einkunn og Silfurmerkið ISJCh ISJW22 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir
3.sæti með 165 stig 1.einkunn Forynju Gleym Mér Ei og Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir 

Hlýðni III :
1. sæti með 263,5 stig 1.einkunn OB-I OB-II ISTrCh Forynju Bara Vesen

Sunnudagurinn 24 sept :

Hlýðni I :
1.sæti með 161 stig 1.einkunn og Silfurmerkið ISJCh ISJW22 Forynju Gló og Hildur Kristín Þorvarðardóttir

Hlýðni III :
1. sæti með 292 stig 1.einkunn OB-I OB-II ISTrCh Forynju Bara Vesen

Sporapróf 14.09

Fjórða sporapróf ársins var haldið á Nesjavallaleið fimmtudaginn 14. september í blíðu veðri. 
Forynju Gleym Mér Ei (Eldey) og eigandi hennar Anna Lilja hlutu 1.sæti með 94 stig af 100 mögulegum og 1.einkunn í Spor I og hefur Eldey þar með lokið öllum þeim kröfum sem eru gerðar fyrir Schaferinn til að geta keppt í Vinnuhundaflokki á sýningum.

ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen þeytti frumraun sína í Spori Elite. Vesen fékk fullt hús stiga fyrir rammann og lauk prófinu á þrusu tíma en það vantaði tvo millihluti (af níu) sem skilaði henni 84 stigum af 100 mögulegum. En Vesen er þar með 3 hundurinn á Íslandi sem hlýtur einkunn í Spori Elite, fleiri hafa þó reynt.

Tekið úr sporareglum fyrir Spor Elite: Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1500 metra langa sporaslóð (með ,,Finna spor“ æfingunni). Slóðin á að vera 100-120 mínútna gömul og skal innihalda sjö til átta vinkla, þar af tvo 30°, níu millihluti og endahlut. Sporaslóðin skal innihalda krossspor sem lagt er af öðrum sporleggjara en lagði hinn hluta sporsins. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 55 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.

Hlýðnipróf 24. ágúst

Fjórða Hlýðnipróf ársinns var haldið fimmtudaginn 14 ágúst.
Dómari Silja Unnarsdóttir og prófstjóri Erla Heiðrún
En Forynju Gleym Mér Ei (Eldey) og eigandi hennar Anna Lilja þeyttu frumraun sína í Hlýðni I. Eldey og Anna áttu frábært próf og uppskáru 1.sætið með heil 193 stig af 200 mögulegum og 1.einkunn. Eldey er þar með orðinn stigahæsti hundurinn í Hlýðni I í ár !

Geggjaður árangur hjá þeim!

Norðurlandasýning 12. ágúst

Þá er enn einni sýningunni lokið, en við hjá Forynjuræktun áttum góðum hóp af hundum á sýningunni og gekk þeim öllum vel.
I-gotið okkar var að stíga sín fyrstu skref í sýningarhringnum og stóðu þau sig öll glæsilega og fengu þau öll 1.einkunn eða Sérlega Lofandi.Forynju Ivan Jr. var besti hvolpur tegundar í flokki síðhærða en hún Forynju Indæla Píla varð besti hvolpur tegundar í flokki snögghærðra og keppti síðan inní stórahringnum og endaði daginn sem annar besti hvolpur sýningar !

Ræktunarhópurinn okkar varð besti ræktunarhópur tegundar og fórum við inní stórahringinn með hópinn okkar og endaði hann sem besti ræktunarhópur sýningar !


Síðhærðir :

Forynju Ivan Jr. : Hvolpafl. 4-6 mánða - 1. sæti m. sérlega lofandi, Besti hvolpur tegundar, BOB.

Forynju Efi : Opinn fl. – 1. sæti m. Excellent, CK, 4. besti rakki tegundar.

OB-I Forynju Einstök : Vinnuhundafl. – 1. sæti m. Excellent.

 

Snögghærðir :

Forynju Innipúki: Hvolpa fl. 4-6 mánaða – 1. sæti m. sérlega lofandi, Besti hvolpur tegundar af gagnstæðukyni. BOS.

Forynju Indæla Píla: Hvolpafl. 4-6 mánða - 1. sæti m. sérlega lofandi, Besti hvolpur tegundar, BOB. Annar besti hvolpur sýningar, BIS II.

Forynju Iðrun Hvolpa fl. 4-6 mánaða – 2. sæti m. sérlega lofandi.

Forynju Hroki : Ungliða fl. – 2. sæti m. Very good.

Forynju Gizmo : Unghunda fl. – 1. sæti m. Excellent.

Forynju Dropi : Opinn fl. – 1. sæti með Excellent, CK, 4. besti rakki tegundar.

OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn : Vinnuhunda fl. – 2.sæti m. Excellent og CK

RW-23 Forynju Grace : Unghunda fl: 1. sæti m, Excellent, CK, 3 besta tík tegundar.

Forynju Gríma : Unghunda fl. 2. sæti m. Excellent og CK

ISJCh ISJW-22 Forynju Gló: Unghunda fl. : 3. sæti m. Excellent

Forynju Ára : Vinnuhundafl. – 1. sæti m. Excellent.

 

Forynju Ræktunarhópur : Besti ræktunarhópur tegundar með heiðursverðlaun og besti ræktunarhópur sýningar.

Sporapróf 19. júlí

Miðvikudaginn 19 júlí var haldið sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Dómari var Þórhildur Bjartmarz og prófstjóri var Marta Sólveig.

En við hjá Forynju ræktun eignuðumst nýjan Íslenskan Sporameistara eftir prófið og var það hann Forynju Breki og bætir hann við sig titlinum ISTrCh. En hann hlaut 1.sætið í spor III með 90 stig og 1.einkunn.

OB-I Forynju Einstök keppti í Spor I og hlaut hún einnig 1.sætið í sínum flokki með 96 stig og 1.einkunn ! En gaman er að segja frá því að hún Einstök er fyrsti síðhærði schaferinn sem fær 1.einkunn í spori. Einstök hefur einnig lokið öllum þeim kröfum sem þarf að ljúka til að geta keppt í Vinnuhundaflokki á sýningum.

Tvöfold Júni sýning HRFÍ 2023

Tvöföld sumarsýning HRFÍ fór fram um helgina 10.-11. júní og gekk Forynju hundunum vel að vanda.

Á laugardeginum var haldin Reykjavík Winner og Norðurlandasýning þar kom sá og sigraði Forynju Grace tíkurnar og endaði sem besta tík tegundar, besti ungliði tegundar, besti hundur af gagnstæðukyni og besti ungliði í tegundarhóp 1. En hún Grace bætti við sig Ungliða-, Íslensku- og Norðurlanda meistarastigi ásamt því að bæta við sig nýjum titili RW-23 (Reykjavík Winner 2023).

Á sunnudeginum var haldin Alþjóðleg sýning og þar mætti hún ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og endurtók sigurgöngu systur sinnar, Grace, og endaði sem besta tík tegundar, besti ungliði tegundar, besti hundur af gagnstæðukyni og besti ungliði í tegundarhóp 1 ásamt því að enda daginn á því að vera Besti ungliði sýningar II !
Einnig varð ræktunarhópurinn okkar annar besti ræktunarhópur sýningar.


Helstu úrslit voru þessi :

Reykjavík Winner 10. júní

Forynju Hroki - 3. sæti ungliða fl . exc.
Forynju Gizmo - Ungliða fl exc.
Forynju Dropi - 2. sæti opinn fl. exc, meistaraefni
OB-O Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - 2. sæti vinnuhunda fl. exc, meistaraefni, 4 besti rakki tegundar.
Forynju Grace - 1. sæti ungliða fl. exc, meistaraefni, Besta tík tegundar, Besti ungliði tegundar, Besti ungliði í tegundar hóp 1. Íslenskt meistarastig, Norðurlanda meistarastig, Reykjavík Winner 2019
Forynju Gríma - 2. sæti ungliða fl. exc, meistaraefni, 2. besta tík tegundar.
ISJCh ISJW-22 Forynju Gló - 3. sæti ungliða fl. exc,
Forynju Frekja - 2. sæti unghunda fl. exc.
Forynju Freykja - Opinn fl. G
Welincha’s Izla Fra Noregi - Opinn fl. Exc.
ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska - 1.sæti vinnuhunda fl. exc. meistaraefni.
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - 2. sæti vinnuhunda fl. exc meistaraefni
ISW-22 ISVW-22 ISVetCh ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja - 1.sæti Öldunga fl. exc. meistaraefni, BOS öldungur.

Alþjóðleg sýning 11. júní

Forynju Efi - 1.sæti unghundafl. exc. meistaraefni. 3. besti rakki tegundar m. alþjóðlegt meistarastig.
Forynju Hroki - 1.sæti Ungliða fl. exc. meistaraefni, besti ungliði tegundar af gagnstæðukyni, Ungliða meistarastig, Alþjóðlegt ungliðameistarastig.
Forynju Gizmo - 2.sæti ungliða fl. exc. meistaraefni
Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - 1.sæti vinnuhunda fl. exc. meistaraefni 3.besti rakki tegundar.
ISJCh ISJW-22 Forynju Gló - 1. sæti ungliða fl. exc, meistaraefni, Besta tík tegundar, Besti ungliði tegundar, Besti ungliði í tegundar hóp 1. 2. besti ungliði sýningar. Íslenskt meistarastig, alþjóðlegt ungliðameistarastig.
Forynju Grace - Ungliða fl. exc.
Forynju Frekja - 2. sæti Unghunda fl. vg
Welincha´s Izla Fra Noregi - 2. sæti opinn fl. exc, meistaraefni 4.besta tík tegundar.
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - 1. sæti vinnuhunda fl. exc. meistaraefni
ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska - 2. sæti vinnuhunda fl. vg.
ISW-22 ISVW-22 ISVetCh ISObCh OB-III OB-II OB-I Vonziu's Asynja - 1.sæti Öldunga fl. exc. meistaraefni, BOS öldungur, Alþjóðlegt Öldunga meistarastig.

Hægt er að sjá fleiri myndir af sýningunum hér

Ljósmyndari Karolina Aleksandra Styrna




Nýr Íslenskur Sporameistari !

Fyrsta sporapróf ársins var haldið á Nesjavallaleið fimmtudaginn 25.05 í 10 ms, 9°C og súld, við hjá Forynju ræktun áttum frábæra fulltrúa í prófinu.
En ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og Welincha´s Izla fra Noregi þeyttu báðar frumraun sína í spori og náðu báðar prófi, Gló með 86 stig og 1.sæti og Izla með 80 stig og 2. sæti í Spor 1.
OB-II OB-I Forynju Bara Vesen mætti í Spor 3, rúllaði upp sporinu og skilaði fullkomnri sporavinnu sem skilaði henni fullu hús stiga eða 100 stig af 100 mögulegum og bætir þar við sig nýjum titli ISTrCh - Íslenskur Sporameistari !

Spor I

Í 1. sæti með 86 stig og 2. einkunn var ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og Hildur Krístin Þorvarðardóttir

Í 2. sæti með 80 stig og 2. einkunn var Welincha´s Izla fra Noregi og Ingibjörg Hauksdóttir

Spor III

Í 1. sæti með 100 stig og 1. einkunn var OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og Hildur Sif Pálsdóttir

35 ára afmælissýning schaferdeildarinnar 22.4.2023

Glæsileg 35. ára deildarsýning Schaferdeildarinnar var haldin síðastliðina helgi og áttum við hjá Forynju ræktun góðu gegni að fagna eins og vanalega.
En aldrei hafa verið jafn margir fullorðnir schaferhundar skráðir á sýningu hér á landi. Við vorum með einungis tvo síðhærða hunda á sýningunni og varð hann Forynju Efi okkar 4. besti rakki tegundar í síðhærðum.

En í flokki snögghærða áttum við besta hund tegundar hana ungu og glæsilegu ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og besta hund tegundar af gagnstæðu kyni hann OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn ásamt því að eiga besta ungliða tegundar, hana ISJCh ISJW-22 Forynju Gló.
Einnig áttum við 2. bestu tík tegundar og 3. bestu tík tegundar þær ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Ösku og Forynju Frekju.

Forynju ræktun átti besta ræktunarhóp tegundar og varð ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska með afkvæmum besti afkvæmahópur tegundar.

Eftir fyrstu tvær sýningar ársins er Foryjnu ræktun stigahæsta schafer ræktunin !

En niðurstöður voru eftirfarandi :

Forynju Efi - 1. sæti unghundafl. m Excellent og meistaraefni. 4. besti rakki tegundar
Forynju Einstök - 2. sæti unghundafl m Excellent

Forynju Hroki - 2. sæti ungliðafl með Excellent.
Forynju Gizmo - Ungliðafl m. Very good

Forynju Grallari - 2. sæti Unghundafl m. Excellent.

Forynju Dropi - 2.sæti opinn fl m. Excellent

OB-I Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - 1.sæti vinnuhundafl. m. excellent og meistaraefni. Besti rakki tegundar, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni með íslenskt meistarastig.

ISJCh ISJW-22 Forynju Gló - 1.sæti Ungliðafl. m. excellent og meistaraefni. Besta tík tegundar, Besti unglíði tegundar, Besti hundur tegundar með íslensk meistarastig og ungliða meistarastig.
Forynju Grace - Ungliðafl. m Excellent
Forynju Gleym Mér Ei - Ungliðafl. m Excellent

Forynju Frekja - 1. sæti unghundafl. m. Excellent og meistaraefni 3. besta tík tegundar.
Forynju Freyja - 2. sæti unghundafl m. Excellent og meistaraefni
Forynju Gaia - 3 sæti unghundafl m. Excellent

ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska - 1. sæti vinnuhundafl. m Excellent og meistaraefni. 2. besta tík tegundar.
OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - 3. sæti vinnuhundafl. m Excellent
Forynju Ára - 4. sæti vinnuhundafl. m. Very Good
Forynju Bestla - Vinnuhundafl. m Very Good

Forynju ræktun besti ræktunarhópur tegundar og ISETrCh ISObCh ISTrCh OB-III OB-II OB-I Forynju Aska með afkvæmum besti afkvæmahópur tegundar.

Norðurljósasýning HRFÍ 5 mars.

Það var heldur betur geggjað start á sýningarárinu okkar hjá Forynju ræktun. Við fengum heldur betur strangan en virtan dómara til að dæma tegundina okkar hann Espen Engh frá Noregi.
Espen var rosalega sparsamur á bæði meistaraefnin og excellentin en af 86 skráðum hundum þá fengu í heildina 23 hundar excellent og 15 af þeim voru Forynju hundar eða innfluttir hundar í eigu Forynju ræktunar. Einnig áttum við hunda í fyrstu sætum í öllum flokkum þar sem við vorum með skráða hunda.

En það sem stóð klárlega uppúr var að hún OB-I Forynju Einstök kom sá og sigraði síðhærðuhundana, hún var eina tíkin sem hlaut meistaraefni í flokki síðhærðra og endaði daginn á að vera BOB - Besti Hundur Tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.

Í flokki snögghærðra var það hann Forynju Dropi sem gerði sér lítið fyrir og varð besti rakki tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
OB-II OB-I Forynju Bara Vesen varð líkt og systir sín hún Einstök eina tíkin sem hlaut meistaraefni í flokki snögghærðra tíka og hlaut íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
Forynju Dropi endaði síðan daginn á að sigra systur sína hana Vesen og varð BOB - Besti Hundur Tegundar.

Við hjá Forynju ræktun áttum einnig besta ræktunarhóp bæði í flokki snögghærða og síðhærðra.

Væntanlegt Forynju I-Got

Þá er það staðfest að svarta perlan okkar hún Nana Primo Grande á von á sínu fyrsta goti seinni hluta mars. Verður þetta fyrsta got undan svörtum Schäfer á Íslandi og erum við virkilega spennt fyrir þessari pörun.

Faðir hvolpanna er hinn æðislegi innflutti meistari ISCh ISJCh OB-I Ivan von Arlett, en hefur hann sjálfur náð frábærum árangri í vinnu og á sýningun. Afkvæmi hans eru ekki af síðri endanum heldur, en hafa afkvæmi hans unnið, besti hvolpur sýningar, besti Ungliði tegundar og besti hundur tegundar ásamt því að 1 afkvæmi er orðið ungliðameistari. Dóttir hans Ívans braut blað í sögu síðhærðra Schäfera á Íslandi þegar að hún varð fyrsti síðhærði Schäfer landsins til þess að sigra tegundarhóp 1.

Nana kom til okkar frá Póllandi í byrjun árs 2022 og hefur brætt alla í kringum sig síðan þá. Hún hefur hlotið excellent á sýningum og er virkilega efnileg í vinnu. Nana er undan einum þekktasta svarta rakka í heimi honum Rio Dei Colli Storici, en hann náði lengst allra snögghærðra svartra rakka á sieger show í Þýskalandi og er vinsæll ræktunarhundur um alla Evrópu. Nana er einstaklega skemmtilegur karakter, uppátækjasöm, ljúf og leik glöð. Einnig er hún einstaklega heilsuhraust tík með A1 mjaðmir og olnboga.

Bíðum við með mikilli eftirvæntingu eftir hvolpunum sem eru væntanlegir um 22. Mars. Mesta spennan liggur í því hvort við fáum svarta hvolpa, en til þess að þeir geti komið verða báðir foreldrar að bera svarta genið. Krossum við því fingur og tær að svartir kolamolar bætist í Forynju hópinn.

Áhugasamir um hvolp úr gotinu geta haft samband á forynju@gmail.com