Sporapróf 19. júlí

Miðvikudaginn 19 júlí var haldið sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Dómari var Þórhildur Bjartmarz og prófstjóri var Marta Sólveig.

En við hjá Forynju ræktun eignuðumst nýjan Íslenskan Sporameistara eftir prófið og var það hann Forynju Breki og bætir hann við sig titlinum ISTrCh. En hann hlaut 1.sætið í spor III með 90 stig og 1.einkunn.

OB-I Forynju Einstök keppti í Spor I og hlaut hún einnig 1.sætið í sínum flokki með 96 stig og 1.einkunn ! En gaman er að segja frá því að hún Einstök er fyrsti síðhærði schaferinn sem fær 1.einkunn í spori. Einstök hefur einnig lokið öllum þeim kröfum sem þarf að ljúka til að geta keppt í Vinnuhundaflokki á sýningum.