Sporapróf 14.09

Fjórða sporapróf ársins var haldið á Nesjavallaleið fimmtudaginn 14. september í blíðu veðri. 
Forynju Gleym Mér Ei (Eldey) og eigandi hennar Anna Lilja hlutu 1.sæti með 94 stig af 100 mögulegum og 1.einkunn í Spor I og hefur Eldey þar með lokið öllum þeim kröfum sem eru gerðar fyrir Schaferinn til að geta keppt í Vinnuhundaflokki á sýningum.

ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen þeytti frumraun sína í Spori Elite. Vesen fékk fullt hús stiga fyrir rammann og lauk prófinu á þrusu tíma en það vantaði tvo millihluti (af níu) sem skilaði henni 84 stigum af 100 mögulegum. En Vesen er þar með 3 hundurinn á Íslandi sem hlýtur einkunn í Spori Elite, fleiri hafa þó reynt.

Tekið úr sporareglum fyrir Spor Elite: Sporaleggjari leggur u.þ.b. 1500 metra langa sporaslóð (með ,,Finna spor“ æfingunni). Slóðin á að vera 100-120 mínútna gömul og skal innihalda sjö til átta vinkla, þar af tvo 30°, níu millihluti og endahlut. Sporaslóðin skal innihalda krossspor sem lagt er af öðrum sporleggjara en lagði hinn hluta sporsins. Hámarkstími til að ljúka prófi eru 55 mínútur. Tímataka hefst við upphafspunkt eftir merki frá dómara/prófstjóra.