Norðurljósasýning HRFÍ 5 mars.

Það var heldur betur geggjað start á sýningarárinu okkar hjá Forynju ræktun. Við fengum heldur betur strangan en virtan dómara til að dæma tegundina okkar hann Espen Engh frá Noregi.
Espen var rosalega sparsamur á bæði meistaraefnin og excellentin en af 86 skráðum hundum þá fengu í heildina 23 hundar excellent og 15 af þeim voru Forynju hundar eða innfluttir hundar í eigu Forynju ræktunar. Einnig áttum við hunda í fyrstu sætum í öllum flokkum þar sem við vorum með skráða hunda.

En það sem stóð klárlega uppúr var að hún OB-I Forynju Einstök kom sá og sigraði síðhærðuhundana, hún var eina tíkin sem hlaut meistaraefni í flokki síðhærðra og endaði daginn á að vera BOB - Besti Hundur Tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.

Í flokki snögghærðra var það hann Forynju Dropi sem gerði sér lítið fyrir og varð besti rakki tegundar með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
OB-II OB-I Forynju Bara Vesen varð líkt og systir sín hún Einstök eina tíkin sem hlaut meistaraefni í flokki snögghærðra tíka og hlaut íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
Forynju Dropi endaði síðan daginn á að sigra systur sína hana Vesen og varð BOB - Besti Hundur Tegundar.

Við hjá Forynju ræktun áttum einnig besta ræktunarhóp bæði í flokki snögghærða og síðhærðra.