Síðasta Hlýðnipróf ársins 2023

Sunnudaginn 19 nóv. var haldið síðasta Hlýðnipróf ársins á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Dómari var Þórhildur Bjartmarz og prófstjóri var Silja Unnarsdóttir.
Dagurinn var heldur betur góður og eignuðumst við tvo nýja OB-I Hlýðni meistara, systurnar ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og Forynju Gleym Mér Ei. Ekkert smá Glæsilegur árangur hjá þessum ungu systrum sem eru ekki einu sinni orðnar 2 ára gamlar.
OB-I Forynju Einstök tók og rúllaði upp prófinu og endaði í 1. sæti í Hlýðni I af 7 hundum með 187,5 stig af 200 mögulegum !

En niðurstöður voru eftirfarandi :

OB-I Forynju Einstök og @hildurspals : 187,5 stig og 1.einkunn.
OB-I ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og @hildurkth : 176 stig og 1 einkunn.
OB-I Forynju Gleym Mér Ei "Eldey" og @annaliljaa : 160 stig og 1. einkunn.