Væntanlegt got í desember '23 !

Eftirvæntingin er í hámarki, en loksins ákváðum við að para uppáhaldið okkar hana Vesen, eftir glæsilegan árangur í vinnu og á sýningum. Staðfest er væntanlegt got í desember undan meisturunum ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og ISShCh Pablo vom Team Panoniansee. Bæði eru þau frí af mjaðma og olnbogalosi, einstaklega geðgóð og útlitið er í sérflokki. Hvolparnir afhendast í febrúar, heilsufarsskoðaðir, örmerktir, skráðir í dýraauðkenni, ættbókarfærðir hjá HRFÍ og með veglegan hvolpapakka frá Eukanuba. Áhugasamir geta sent email á forynju@gmail.com.

Vesen hefur verið síðustu ár á lista yfir stigahæstu tíkur landsins á sýningum, en ennfremur hefur hún trónað á toppi lista stigahæstu vinnuhunda landsins. Hún er einstaklega falleg tík, dökk á litinn og með framúrskarandi vinnueiginleika tegundarinnar. Hún er einnig ofboðslega heilbrigð bæði á líkama og sál og bræðir alla sem henni kynnast. Vesen á ekki langt að sækja gæðin, en foreldrar hennar eru bæði margfaldir meistarar, frábærir vinnuhundar, heilbrigð og hafa gefið af sér fyrsta flokks afkvæmi á öllum sviðum. Við vorum ekkert að flýta okkur að para Vesen, en nú fannst okkur rétti tíminn og rétti rakkinn til á móti henni.

Pablo kemur frá Panoniansee ræktun eins og Lider pabbi Vesenar, en það er ein virtasta ræktun í evrópu. Hann er Íslenskur sýningarmeistari og er í fullri þjálfun fyrir bæði hlýðni og spor, en hann hefur sýnt okkur yfir hversu frábærum vinnueiginleikum hann býr. Pablo hefur verið einn af stigahæstu rökkum landsins á sýningum síðan að hann kom til Íslands og vekur ávalt eftirtekt í hringnum sem og utan hans með sínu einstaka geðslagi, dökka lit og frábæru hreyfingum. Við eigum fyrir 2 got undan Pablo og erum virkilega ánægð með afkvæmi hans hjá okkur.

Erum við einstaklega spennt fyrir þessu fyrsta goti hjá Vesen okkar, enda eru hér á ferðinni bestu blóðlínur í heiminum, foreldrar og forfeður sem skara framúr á öllum sviðum og eru bæði Pablo og Vesen hundar sem allir myndu vilja eiga inná sínu heimili.

ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen

ISShCh Pablo vom Team Panoniansee