Tvöföld júnísýning HRFÍ 8.-9. júní

Seinustu helgi var haldin tvöföld sýning á vegum HRFÍ. Á laugardeginum 8. júní var Reykjavík Winner og NKU sýning og á sunnudeginum 9. júní var Alþjóðlegsýning.

Við hjá Forynju ræktun vorum með fjóra hunda skráða báða dagana en aðal stjarna helgarinnar var hann Lider von Panoniansee ! En hann Lider varð besti rakki tegundar með Íslenskt og Norðurlanda meistarastig, varð Reykjavík Winner 2019, besti hundur tegundar og annar í tegundarhópi 1 á eftir aussie hundinum sem varð best in show.
Gætum við ekki verið ánægðari með þennan ofur hund sem við ásamt Rúnu hjá Gjósku ræktun eigum. En hann Lider er ný kominn út úr einangrun og var þetta fyrsta sýningin hans hér á landi.
Síðan var það hún ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska sem sýndi allar sýnar bestu hliðar um helgina og varð 4. besta tík fyrri daginn og 2. besta tík seinni daginn með íslenskt og vara-alþjóðlegt meistarastig !
Síðast en ekki síst var uppáhaldið okkar ISJCh Ivan von Arlett 3. besti rakki tegundar.

Við erum alveg í skýjunum með árangur helgarinnar og hér fyrir neðan má sjá helstu úrslít helgarinnar.

Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní.

Lider von Panoniansee : 1. sæti unghundafl. með excellent og meistaraefni, Besti rakki með Íslenskt og Norðurlanda meistarastig, Reykjavík Winner 2019. BESTI HUNDUR TEGUNDAR og BEST IN GROUP 2 !
ISJCh Ivan von Arlett : 2. sæti unghundafl. með excellent
Forynju Aston : 4 sæti opinn fl. með very good.
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska : 1. sæti vinnuhundafl. með excellent og meistaraefni. 4. besta tík tegundar.

Alþjóðlegsýning 9.júní.

Lider von Panoniansee : 2. sæti unghundafl. með excellent.
ISJCh Ivan von Arlett : 1. sæti unghundafl með excellent og meistaraefni. 3. besti rakki tegundar.
Forynju Aston : Unghundafl. very good.
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska : 1. sæti vinnuhundafl. með excellent og meistaraefni. 2. besta tík tegundar með íslenskt og vara-alþjóðlegt meistarastig !