Tvöfallt próf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ

Á uppstigningardag, þann 30 maí, var haldið tvöfallt vinnupróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Dagurinn byrjaði á hlýðniprófi kl 10. Prófið var haldið í reiðhöllinni Kjóavöllum (Andvara) og dómari var Albert Steingrímsson. Alls voru 10 hundar skráðir í prófið og voru tveir hundar skráðir frá Forynju ræktun og voru það systkinin Forynju Aston (Váli) og Forynju Aska.
Váli og eigandinn hans Heiðrún voru bæði að mæta í fyrsta skiptið í hlýðnipróf. Váli var skráður í Hlýðni Brons og gerðu þau sér lítið fyrir og náðu 1. sæti með 162,5 stig og fengu Bronsmerkið ! Alveg hrikalega flottur árangur hjá þeim.
Síðan var það Aska systir hans Vála sem var skráð í Hlýðni II. Aska átti heldur betur góðan dag í prófi en hún endaði með 1.einkunn og 194,5 stig af 200 mögulegum sem er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í Hlýðni II. Þetta var í þriðja skiptið sem Aska fær 1. einkunn í Hlýðni II hjá þrem mismunandi dómurum og er hún þar með orðin OB-II hlýðni meistari.

Seinna um daginn var haldið fyrsta sporapróf ársinns og vorum við aftur skráð með tvo hunda.
Váli var að taka þátt í Sporaprófi í fyrsta skiptið og byrjaði hann þrusu vel en náði ekki að ljúka prófinu, en það gengur bara betur næst !
Síðan var Aska skráð í Spor III. Í spori III þá er sporaslóðin 1,2 km og búin að liggja í 80-100 mín og hefur hundurinn 45 min til að ljúka slóðinni. Aska mætti heldur betur hress í sporið og rúllaði upp prófinu á innan við 10 mín ! Aska endaði með 1.einkunn eða með 94 stig af 100 mögulegum. Þar sem Aska hefur lokið 1.einkunn í Spori I-III þá er hún orðin ISTrCh Íslenskur sporameistari. En Aska er þriðji og lang yngsti Schafer hundurinn sem nær þessum titli. Gaman að segja frá því að Aska er fyrsti hundurinn á Íslandi sem líkur OB-I, OB-II og ISTrCh !
Það sem við erum ánægð með þessi systkini !


Hérna koma nokkrar myndir af Vála og Heiðrúnu úr Brons prófinu.
Myndar teknar af Þórhildi Bjartmarz

Hérna koma myndir af Ösku úr Hlýðni II
Myndir teknar af Önnu Hermanns.