Væntanlegt Á-got hjá Forynju ræktun !

 Þá er næsta got væntanlegt hjá Forynju ræktun, en Á gotið okkar ætti að fæðast seinnipartinn í júní.
Gotið er undan innfluttu meisturunum okkar, þeim ISJCh Ivan von Arlett og OB-II OB-I Vonziu‘s Asynju.

Gotið er fyrsta gotið hans Ivans okkar, en hann er einungis 19 mánaða gaur. Ivan kemur frá hinu heimsfræga Arlett kennel í þýskalandi þar sem frú Margit van Dorssen ræktar hunda sem hafa náð gríðarlegum árangri um heim allan bæði í vinnu, á sýningum og í ræktun. Ivan er búinn að bræða alla sem hann hefur kynnst síðan að hann kom til landsins, enda erfitt að finna geðbetri hund en hann. Foreldrar Ivans eru bæði framúrskarandi sýningar-, vinnu- og ræktunar hundar og höfum við því miklar væntingar til hans í áframhaldandi ræktun. Hann er virkilega heilsuhraustur rakki með góðar niðurstöður í mjöðmum og olnbogum ásamt því að vera glæsilegur í sýningarhringnum og í vinnu. Aðeins nokkrum vikum eftir að Ivan kom til landsins mætti hann á sýningu hjá HRFÍ og kláraði þar Íslenskan ungliðameistaratitil og hlaut Íslenskt meistarastig aðeins 10 mánaða gamall. Núna hefur hann einnig hlotið bronsmerki HRFÍ og er stigahæsti hundurinn af öllum tegundum það sem af er ári í hlýðni brons. Ivan er byrjaður í sporaþjálfun þar sem hann sýnir afbragðs vinnuhæfileika og stefnum við með hann í próf í sumar.

Ynja á eitt got fyrir og fóru þau fram úr okkar björtustu vonum um frábæra heimilis-, vinnu- og sýningarhunda. Aska sem við héldum eftir hefur verið stigahæsti schafer ársins og stigahæsti hundur ársins (allar tegundir) í vinnu síðan að hún fór í sitt fyrsra próf, tæplega 9 mánaða gömul. Aska eins og Aston bróðir hennar er mynduð með A/A niðurstöður svo Ynja okkar er ekki bara að gefa áfram sitt frábæra geðslag og vinnueiginleika heldur líka frábært heilbrigði. Ynja sjálf hefur náð gríðarlegum árangri síðan að við fluttum hana inn árið 2014, en hún hefur raðað sér í sæti um bestu tík tegundar marg oft, verið á lista yfir stigahæstu tíkur ársins á sýningum og stigahæstu hunda ársins í vinnu ásamt því að vera fyrsti hundurinn á landinu til þess að hljóta gullmerki HRFÍ í hlýðni. Ynja er með eitt Íslenskt meistarastig, er með C-próf í víðavangsleit og snjóflóðaleit hjá björgunarhundasveit Íslands, hefur lokið spor 1 á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ og er með Hlýðni I og Hlýðni II meistara titila og vantar aðeins eina 1. einkunn í hlýðni III til þess að hljóta OB-III titilinn Hlýðni 3 meistari. Ynja hefur eins og Ivan frábæra hunda í ættbókinni sinni, en margir af frægustu ræktunar hundum heims eru í 2. og 3. ættlið hjá henni og því ekki skrítið að hún sé að gefa okkur frábær afkvæmi.

Mikil hugsun og metnaður fóru í innflutninginn á þessum tvemur einstaklingum og pörunin gerð með miklar væntingar í huga. En með því að para Ynju og Ivan leiðum við saman marga af þekktustu hundum heims, ásamt því að koma með inní Íslenska stofninn nýtt og spennandi blóð. Heilbrigði, vinnusemi og rétt bygging koma hér saman í þessari frábæru pörun. Ekki er oft sem tveir innfluttir hundar af þessum gæðum séu paraðir saman og ættu þessir hvolpar að geta gert einstaka hluti fyrir stofninn á Íslandi. Hlökkum við mikið til að fá fallegu Á hvolpana í heiminn og geta áhugasamir haft samband á forynju@gmail.com

Væntanlegt Got
Forynju Ræktun
Júní 2019

ISJCh Ivan von Arlett

img-2380_orig.jpg

OB-II OB-I Vonziu’s Asynja

Ynja+stand.jpg