Fyrsta Hlýðnipróf ársinns 2019

Fyrsta Hlýðnipróf árisnns 2019 var haldið í reiðhöllinni á kjóavöllum (gömlu Andvarahöllinni).
Tíu hundar voru skráðir í prófið og þar af voru við með tvo hunda skráða. Forynju Aska var skráð í Hlýðni II og Vonziu’s Asynja var skráð í Hlýðni III.

Við byrjuðum daginn á henni Ösku og brilleðari hún í prófinu og endaði með 1. einkunn og Gullmerki HRFÍ og er hún annar Schaferinn sem hlýtur Gullmerkið. Gaman að segja frá því að mamma hennar, hún Ynja, var einmitt fyrsti hundurinn til að hljóta merkið af öllum tegundum !

Ynja mætti síðan í Hlýðni III og stóð sig mjög vel og vantaði hana einungis 6,5 stig upp í 1.einkunn !
Þar af leiðandi hlaut hún 2.einkunn að þessu sinni en við rúllum þessu upp næst.