Alþjóðleg-Norðurljósasýning 23.-24. febrúar

Nú er fyrsta sýning ársinns yfirstaðin og var þetta engin smá sýning hjá okkur !

Fyrir tæpum þremur vikum síðan kom hann N.UCH DKCH Welincha’s Whimpy úr einangrun. Hann Whimpy kemur að láni frá Noregi frá vinafólki okkar og Gjósku ræktun. Whimpy mun koma til að búa hjá okkur á Íslandi í tæpt eitt ár.

Það má alveg segja það að hann Whimpy kom sá og gjörsamlega sigraði !
Whimpy var valinn besti rakki tegundar, með CAC, CACIB og Norðurljósa CAC og er þar með orðinn Íslenskur meistari. Þar sem Whimpy er Danskur og Norskur meistari þá þurfti hann bara eitt Íslenskt CAC til að verða ISCH (Íslenskur meistari).
Whimpy varð síðan Besti hundur tegundar og þaðan fór hann í stóra hringinn og keppti um sæti í grúbbu 1. Gerði hann sér lítið fyrir og vann grúbbuna !

Sigur ganga Whimpy stoppaði síðan ekkert þar…

Keppti hann síðan um Besta hunda sýningar og vann !

Við erum enþá alveg í skýjunum eftir helgina og gætum við ekki verið ánægðari með þennan gullfallega hund sem við og besta vinkona mín hún Rúna(Gjósku ræktun) fengum að láni frá vinum okkar í Noregi þeim Ragnhild, Leif og Toril.Látum nokkar myndir fylgja af molanum með eigandanum sínum og ræktanda í hringum um helgina.
Myndir teknar af Ágúst Ágústsson og Ólöf Gyða Risten.