Ungirsýnendur 24. feb
Sunnudaginn 24 . feb var haldin fyrsta keppni ungra sýnenda á árinu 2019. Þar mætti hún Snærún Ynja vinkona okkar með hann Loka okkar. Snærún tók þátt í eldri flokki þar sem hvorki meira né minna voru 16 keppendur. Í eldri flokki ungra sýnenda er gríðalega hörð keppni og fullt af flottum ungum sýnendum.
Snærún og Loki rúlluðu þessu alveg gjörsamlega upp og lentu í 2 sæti af 16 keppendum !
Innilega til hamingju með þennan glæsilegan árangur.
Hérna er nokkar myndir af þeim vinunum úr hringnum á sunnudeginum.
Myndirnar koma frá ÁÁ.