Sporapróf 20. okt

Seinasta sporapróf ársinns 2019 var haldið núna þann 20. okt. Prófið var haldið upp í Hólmsheiði við góðar aðstæður.
Mættum við með hann Ivan okkar í Spor 1. Hann stóð sig mjög vel og uppskar 1.einkunn og 1.sæti með 90 stig. Ivan er þar af leiðandi stigahæsti hundur vinnuhundadeildarinnar í Spori 1.
Juwika Fitness (Leo), pabbi hennar Ösku okkar, tók einnig þátt í Spor 2. “Gamli kallinn” sýndi það enn og aftur hvað í honum býr og uppskar hann 1.einkunn, 1.sæti með 90 stig og er hann stigahæsti hundur vinnuhundadeildarinnar í Spori 2.
Forynju Aska mætti í Spor 3 aðeins tveimur vikum eftir að hvolparnir hennar 9 fóru að heiman og stóð hún sig mjög vel þrátt fyrir litla sem enga æfingu síðustu mánuði.
Aska endar árið sem stigahæsti sporahundur árinns !