Seinasta Hlýðnipróf ársinns 2019

Seinasta Hlýðnipróf ársinns 2019 var haldið í dag 10. nóv í Andvarahöllinni í Kópavogi. Við vorum með 2 hunda skráða frá okkur og voru það þeir Forynju Aston (Váli) og Ivan von Arlett. Báðir voru þeir að mæta í fyrsta skiptið í hlýðni 1.
Forynju Aston og eigandi hans Heiðrún Huld náðu öðru 2. sæti, 1.einkunn og Silfurmerkinu með hvorki meira né minna en 191 stig af 200 mögulegum, sem er stór glæsilegur árangur !
Ivan von Arlett náði 3.sæti, 1.einkunn og Silfurmerkinu með 185 stig af 200 mögulegum !
Frábær árangur hjá þessum ungu rökkum sem við eigum !