OB-I Forynju Aska !

Sunnudaginn 24.06 lauk Forynju Aska Hlýðni I í þriðja sinn með 1. einkunn og er þar með orðinn Hlýðni I meistari (OB-I). Aska hefur tekið þátt þrisvar sinnum í Hlýðni I hjá þremur mismunandi dómurum og hlotið 1. einkunn í öll skiptin.
Aska er einungis 17 mánaða gömul og er hún jafn gömul og mamma hennar Vonziu's Asynja var þegar hún lauk OB-I titlinum á sínum tíma. Gaman að segja frá því að þær mæðgur eru einnig yngstu hundarnir til að hljóta OB-I titilinn hér á landi.