Tvöföld útisýning HRFÍ og Ivan kominn til landsins.

Helgina 8-10. júní var haldin tvöföld útisýning á vegum HRFÍ, sýningin var haldin á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði. Á föstudagskvöldinu var haldin hvolpasýning og keppni ungra sýnenda þar sem vinkona okkar hún Snærún Ynja keppti með hann Loka okkar. Snærún og Loki voru glæsileg saman og náðu í annað skipti í röð inná topp 7. 
Á laugardeginum var síðan haldin Reykjavík Winner og NKU sýning sem Morten Matthes frá Danmörku dæmdi. Síðan á sunnudeginum var haldin Alþjóðlegsýning þar sem hún Dina Korna frá Eistlandi dæmdi.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Reykjavík Winner og NKU sýning 09.06.18
Snögghærðir : 
Ungliðaflokkur rakkar - Forynju Aston 1. sæti m. Excellent
Ungliðaflokkur tíkur - Forynju Aska 2. sæti m. Excellent
Síðhærðir : 
Ungliðaflokkur rakkar - Forynju Arlett 1. sæti m. Good.

Alþjóðlegsýning 10.06.18
Ungliðaflokkur rakkar - Forynju Aston 1. sæti m. Excellent
Ungliðaflokkur tíkur - Forynju Aska 2. sæti m. Very Good

Strax eftir sýninguna á mánudags morguninn skelltum við vinkonurnar okkur út til Þýskalands að ná í gullmolann okkar hann Ivan. Ivan er stórglæsilegur og ekki skemmir fyrir hvað hann er einstaklega góður og skemmtilegur hundur. Það verður löng bið eftir að fá hann úr einangruninni !