30 ára afmælissýning Schaferdeildarinnar.

Helgina 13-14 okt. var haldin tvöföld afmælissýning Schaferdeildarinnar. Mættum við með 5 hunda á sýninguna og gekk þeim öllum vel.

Á laugardeginum kom dómari frá Hollandi hann Gerard Bakker. Hann hefur ræktað schäfer í áratugi undir ræktunarnafninu vom Haus Lacherom með góðum árangri. Hann Bakker hafði orð af því að hún Aska okkar yrði góð ræktunnar tík í framtíðinni sem gladdi okkur mikið að heyra.

Á sunnudeginum 14. október mætti svo hinn virti dómari Joachim Stiegler, en dæmir hann á Siegershow nánast ár hvert og nýtur mikillar virðingar og vinsælda sem dómari. Stiegler hefur einnig ræktað tegundina í áraraðir undir ræktunarnafninu vom Stieglerhof.

Hérna koma síðan úrslitin og fyrir neðan má síðan sjá myndir sem voru teknar á deildarsýningunni af honum Ágústi Ágústssyni.

Laugardagur :
Dómari Gerard Bakker

Síðhærðir
Ungliðaflokkur rakkar

Forynju Arlett - Very Good 1.sæti

Snögghærðir
Ungliðaflokkur rakkar


Ivan von Arlett - Very Good 1.sæti

Unghundaflokkur rakkar

Forynju Aston - Very Good 2. sæti

Vinnuhundaflokkur rakkar

Kolgrímu Genius Of All Time Hólm Excellent 2. sæti

Vinnuhundaflokkur tíkur

Forynju Aska - Excellent 1. sæti

————————————————————————————————————————————————————-

Sunnudagur
Dómari Joachim Stiegler

Snögghærðir
Ungliðaflokkur rakkar


Ivan Von arlett - Excellent 1.sæti, meistaraefni, 5 besti rakki tegundar, annar besti ungliði tegundar.

Unghundaflokkur rakkar

Forynju Aston - Excellent 1.sæti, meistaraefni, 6 besti rakki tegundar.

Vinnuhundaflokkur rakkar

Kolgrímu Genius Of All Time Hólm Excellent 2. sæti

Vinnuhundaflokkur tíkur

Forynju Aska - Excellent 1 sæti meistaraefni.

Síðhærðir
Ungliðaflokkur rakkar

Forynju Arlett - Very Good 1.sæti