Sumarsýning HRFÍ 23-25 Júní.

Þá er Sumarsýningu HRFÍ lokið, á föstudagskvöldinu fór fram hvolpasýningin og mættu 3 hvolpar frá okkur og stóðu sig allir svaka vel. Það náðust því miður engar myndir af hvolpunum í dóm á föstudeginum þar sem það ringdi svo gífurlega.
Á Laugardeginum var svo haldin Reykjavík Winner þar sem við vorum bara með einn hund skráðan og var það hún Vonziu's Asynja (Ynja) og var hún sýnd af góðri vinkonu og nöfnu sinni henni Snærúnu Ynju og voru þær ekkert smá flottara saman.
Síðan á sunnudeginum var haldin Alþjóðlegsýning og aftur voru við bara með einn hund skráðan og var það hún Vonziu's Asynja (Ynja), Nikita fékk að vera heima hárlaus að þessu sinni.

Úrslit helgarinnar:

Hvolpasýning föstudaginn 23. júní.

Síðhærðir rakkar 3-6 mánaða.
Forynju Arlett - 1 sæti

Snögghærðir rakkar 3-6 mánða
Forynju Aston - 1 sæti

Snögghærðar tíkur 3-6 mánaða
Forynju Aska - 1 sæti heiðursverðlaun og BOB

Reikjavík Winner HRFÍ 24. júní.

Vonziu's Asynja - 2 sæti í Vinnuhundaflokki með Exelent

Alþjóðlegsýning HRFÍ 25.júní.

Vonziu's Asynja - 2 sæti í Vinnuhundaflokki með Exelent og meistaraefni.

Snærún Ynja og Ynja

Snærún Ynja og Ynja