Hvolparnir úr A gotinu eru farnir að heiman

Þá eru hvolparnir orðnir 8 vikna og allir komnir á nýju heimilin sín. Ein tíkin ætlar að fá að eiga heima hjá okkur og er það hún Forynju Aska. Óskum við öllum hvolpa kaupendunum innilega til hamingju með nýju hvolpana. Hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.