Sýning HRFí 3-5 Mars

Seinustu helgi var haldin hundasýning HRFí og var einn hundur skráður á okkar vegum og var það hún Ck's Nikita. Var þetta fyrsta sýningin hennar eftir að hún kemur úr einangruninni og stóð hún sig alveg frábærlega. Hún varð í fyrsta sæti í sínum flokki með frábæra umsögn frá dómaranum. 

Síðan urðu hvolparnir 6 vikna á laugardaginn seinasta. Þeir eru allir komnir með ný heimili og fer að styttast í það að þeir fari á nýju heimilin sín.