Hlýðnipróf 24.11.2017

Föstudaginn 24.11.2017 var haldið hlýðnipróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Prófið var haldið í reiðhöllinni í Víðidalnum, fimm hundar voru skráðir í prófið, þrír í Brons og tveir í Hlýðni I. Við skráðum Forynju Ösku í Bronspróf og stóð hún sig frábærlega. Aska náða fyrsta sætinu með 160 stig, en hún var nú þegar búin að fá bronsmerkið og getur því ekki fengið það aftur.
Núna þegar seinasta próf ársinns er lokið þá er Aska í öðru og þriðja sæti yfir stigahæstu hunda ársinns í Hlýðni Brons aðeins einu stigi á eftir fyrsta sætinu og síðan í fyrsta sæti yfir allar tegundir í Spor I. Mamma hennar Vonziu's Asynja er síðan í fyrsta sæti í Hlýðni III yfir allar tegundir.