Sporapróf 25.10.2017

Sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í gær 25.10.2017, prófið var haldið í Guðmundarlundi við ágætis aðstæður og í blíðskapar veðri. Forynju Aska var skráð í fyrsta skiptið í Sporapróf og keppti hún í Spori I.
  Aska, sem varð 9 mánaða í lok seinustu viku, mætti í prófið og var eins og hún hefði aldrei gert neitt annað en að spora og rúllaði upp prófinu villulaust. 
Aska endaði í 1. sæti af 5 hundum með 100 sig af 100 mögulegum.

Forynju Aska 

Forynju Aska