Hlýðnipróf 10.10.2017

Hlýðnipróf á vegum Retrieverdeildarinnar var haldið í gær á Hyundai planinu í Garðabænum
Og mættu við með tvo hunda í próf og voru það Vonziu's Asynja og dóttir hennar Forynju Aska.

Vonziu's Asynja keppti í Hlýðni III og hefur átt betri daga í prófi en í gær, þrátt fyrir að hafa núllað í tveimur æfingum, þá fékk hún 208 stig og 3 einkunn.

Forynju Aska mætti í fyrsta skiptið í próf aðeins 8 mánaða gömul og náði sér í  1. sætið í Bronsi með 162 stig af 180 mögulegum og nældi sér í Bronsmerkið. Eins og stigin standa í dag þá er Aska í öðru sæti yfir heildina.

Prófdómari var Þórhildur Bjartmarz.
Prófstjóri var Erla Heiðrún.
Ritari var Marta Sólveig.

Myndir frá Þórhildi Bjartmarz