Gleðilegt nýtt ár.

Óskum öllum gleðilegs nýs árs og með þökk fyrir það gamla. Árið 2016 er búið að vera viðburða ríkt ár, fengum ræktunar nafnið okkar samþykkt, keyptum okkur nýja tík í ágúst hana Ck's Nikita sem kom til okkar í nóvember og síðan var OB-II OB-I Vonziu's Asynja pöruð við hann ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness og er fyrst gotið okkar væntanlegt í kringum 23 janúar 2017. Ásamt öllum námskeiðunum, prófunum, sýningunum og öðrum viðburðum sem voru haldnir á árinu. 
  Það er ekki hægt að segja annað en að við erum spent fyrir nýja árinu og því sem það ber í skauti sér.