Væntanlegt fyrsta Forynju gotið

Seinnipartinn í nóvember pöruðum við OB-II OB-I Vonziu's Asynju og ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness og eru nú hvolpar væntanlegir í lok janúar. Mikill spenningur er í okkur með þetta fyrsta got enda mikill metnaður farið í allan undirbúning við það.

Asynja eða Ynja er innflutt frá bretlandi og á bakvið hana standa margir af frægustu hundum í sögunni. Þar má helst telja 2x VA1 Vegas du Haut Mansard og VA1 Zamp vom Thermodos sem báðir henta mjög vel á móti stofninum sem til er hér á landi. Ynja hefur staðið sig gríðarlega vel á sýningum hérlendis síðan að hún kom til landsins. Hún varð besti hvolpur tegundar og fjórði besti hvolpur sýningar stuttu eftir að hún kom úr einangrun, hefur oft raðað sér í sæti um bestu tík tegundar og er með 1 íslenskt meistarastig. Aðal áherslan hefur þó verið með Ynju í vinnu, en hún er eini hundurinn á Íslandi sem bæði er með hlýðnimeistaratitlana OB-I og OB-II og hefur verið stigahæsti hundur í hlýðni síðustu ár.

Juwika Fitness eða Leó er stigahæsti hundur landsins árið 2016. Hann kom frá Þýskalandi í fyrra og varð meistari strax á 3 sýningum. Hann hefur alltaf raðað sér í efstu sæti um besta rakka tegundar og er eini rakkinn á landinu sem hefur hlotið RW titil síðan að hann kom til landsins. Leó er með eina athiglisverðustu og flottustu ættbók sem nokkur hundur hefur komið með til landsins, en hann er undan frábærum ræktunarhundum í báðar ættir. Leó hefur einnig bæði lokið hlýðni brons og spori ásamt því að vera með eitt besta geðslag sem hægt er að finna í rakka.

Pörunin er því virkilega spennandi en með henni erum við að línurækta inní mikið af allra bestu hundum í ræktun í gegnum tíðina. Hugsunin á bakvið þessa pörun er því mikil og tilhlökkunin eftir því.

Þeir sem hafa áhuga á að komast á biðlista eftir hvolpum frá okkur geta haft samband á forynju@gmail.com