Annað hlýðnipróf ársins.

Við skelltum okkur í hlýðnipróf í gær á vegum Vinnhundadeildar HRFÍ með Ivan, Ösku og Ynju. Alls voru 11 hundar skráðir í prófið og vorum við með hund í öllum flokkum nema Hlýðni I.
Þetta var heldur betur góður dagur hjá okkur og enduðu við uppi með "sigurvegarann" í öllum flokkum sem við vorum með skráðan hund í !

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi :

ISJCh Ivan von Arlett var skráður í Hlýðni Brons og endaði hann í 1. sæti með 163.5 stig og bronsmerkið !

OB-I Forynju Aska var skráð í Hlýðni II náði hún 1.sæti og 1.einkunn með 162.5 stig

OB-II OB-I Vonziu's Asynja var skráð í Hlýðni III og náði hún 1.sæti og 1.einkunn með 280 stig !

Hérna koma síðan nokkrar myndir úr prófinu, teknar af Önnu Hermanns.