OB-I Forynju Aska

Í gær var haldið Sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ og var Forynju Aska skráð í Spor II.
Spor II er skipt niður í tvo hluta, fyrri hlutinn er “finna spor” og getur hundurinn fengið 20 stig fyrir þann hluta og seinni hlutinn er sporið sjálft sem er 940 m að lengd og er mest hægt að fá fyrir seinni hlutann 80 stig.
Aska kláraði “finna sporið” á innan við mínútu og kláraði allt sporið á 11,58 mín ! En það vantaði einn millihlut þegar við vorum búnar að ljúka sporinu þannig að þar drógust 8 stig frá.
Aska lauk þar með Spori II með 92 stig og 1. einkunn og 1.sæti. Við gætum einfaldlega ekki verið ánæðari með þessa þrusu duglegu tík !

Mynd sem var tekið eftir sporið í gær.

Mynd sem var tekið eftir sporið í gær.