NKU Norðurlanda og Alþjóðleg sýning HRFÍ - 24.-26. ágúst 2018

Helgina 24-26 ágúst var haldin tvöföld útisýning á vegum HRFÍ. Við hjá Forynju ræktun vorum með 3 hunda skráða og gekk öllum mjög vel en það sem bar af var hann Ivan okkar. Ivan gjörsamlega kom sá og sigraði ! Hann kom úr einangrun um miðjan júlí og var að mæta á sína fyrstu sýningu, hann náði þeim glæsilega árangri að verða BOB Junior fyrri daginn og 3 besti rakki tegundar á eftir tveim glæsilegum meisturum og fékk þar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig ásamt Ungliða meistarastiginu. Seinni daginn varð hann Ivan BOS Junior og fékk sitt annað Ungliða meistarastig og er þar með orðinn Íslenskur Ungliðameistari aðeins 10 mánaða gamall og hefur hlotið titilinn ISJCh Ivan von Arlett !

Við erum alveg í skýjunum með niðurstöður helgarinnar.

NKU Norðurlanda sýning HRFí 25.08.2018

Rakkar :
Ungliðaflokkur
Ivan von Arlett - 1. sæti m. excellent og meistaraefni, Ungliðameistarastig, 3 besti rakki tegundar m. Íslenskt meistarastig. Besti ungliði tegundar BOB Ungliði
Unghundaflokkur
Forynju Aston - 1. sæti með very good.

Tíkur:
Vinnuhundaflokkur
Vonziu's Asynja - 2. sæti með excellent.

Alþjóðleg sýning HRFÍ 26.08.2018

Rakkar :
Ungliðaflokkur
Ivan von Arlett - 1. sæti m. excellent og meistaraefni, Ungliðameistarastig besti ungliði af gagnstæðukyni BOS Ungliði.
Unghundaflokkur
Forynju Aston - 1. sæti m. very good.

Tíkur:
Vinnuhundaflokkur
Vonziu's Asynja - 2. sæti með excellent og meistaraefni.